Skírnir - 01.01.1979, Síða 242
240 ÓLAFUR JÓNSSON SKÍRNIR
að þau standist prófið án hliðsjónar af sögu skáldsins og samhengis í
verkum þess. Sá sem velur hefir tekið að sér að velja góð kvæði, og
hann kann að vænta þess, að úrvalið megi freista einhvers til að lesa
fleira eftir einstök skáld, en hann ber ekki ábyrgð á því, ef sú at-
hugun veldur lesanda vonbrigðum. Valið er ekki til þess gjört að
veita yfirsýn um verk einstakra skálda. En hins vegar hlýtur rúmgott
safn, sem ekki dregur taum tiltekinnar stefnu né leitar uppi ákveðin
viðfangsefni í skáldskap, að veita nokkuð vítt yfirlit um ljóðagerð
þess tíma, sem það tekur einkum til. Og þá er komið að leikreglum
bókmenntasögunnar með þeim fyrirvara, sem að ofan greinir.
Það er víst deginum ljósara að prívat og persónulegur smekkur útgefanda,
þótt hann sé fjölfróður og smekkvís, kann að hrökkva skammt til viðmið-
unar um svo víðtækt efni sem haft er undir í íslensku Ijóðasafni, ljóðagerð
á íslensku frá upphafi og fram á þennan dag. Eða eins og Kristján Karlsson
segir í formála lsta bindis: þótt hann sjálfur hafi ekki mjög gaman af Lilju
væri það fölsun að sleppa henni úr safni sem þessu. En hvað þá um verk
þjóðskáldanna frá fyrri öld? Og góðskáld okkar eigin aldar?
Fyrstu þrjú bindi íslensks ljóðasafns taka til bókmenntanna allt til upp-
hafs þessarar aldar; 3ja bindi lýkur með Jóhanni Gunnari Sigurðssyni, Erni
Arnarsyni og Jakobi Thorarensen, en 4ða bindi hefst með Sigurði Nordal
og Stefáni frá Hvítadal. Það sýnist mér að ritstjóranum hafi mætavel tekist
að virða til verksins að minnsta kosti í þessum hluta þess, þau tvö megin-
sjónarmið sem jafnan hljóta að móta efnisval í safnrit sem þetta: að halda
í heiðri dóm reynslunnar, sögunnar og lesendanna um þær bókmenntir, kvæði
og höfunda sem teljast orðin sígild með þjóðinni, en koma jafnframt við
persónulegri sjónarmiðum á efnið og þar með nokkurri endurskoðun hins
viðtekna mats og bókmenntahefðar. Og með-því móti er líka Iíklegast að
takist að semja safnið að þörfum nýrrar kynslóðar lesenda.
Þetta er nærtækt að prófa með því að bera Ijóðasafnið saman við fyrra
samskonar safnrit, íslands þúsund ár, sem út kom 1947, þrjú bindi, alls um
1700 bls að stærð. Þar var efninu skipað niður eftir skýrum bókmenntasögu-
Iegum sjónarmiðum sem vera má að hafi endurspeglað viðtekið bókmennta-
mat í þá daga, um það bil þriðjungur safnsins lagður undir fornan kveðskap,
tæpur þriðjungur helgaður bókmenntum miðalda og seinni alda, frá Eysteini
munk til Bólu-Hjálmars og Sigurðar Breiðfjörðs, en rúmur þriðjungur ætl-
aður bókmenntum 19du og 20stu aldar, frá og með Jónasi Hallgrímssyni.
Efninu er skipað í bindi með allt öðru móti í íslensku ljóðasafni. En ef
sama tímaskipan er höfð til hliðsjónar leiðast líka í ljós alls ólík efnishlut-
föll. Fyrstu fjögur bindin eru alls rúmlega 1800 bls, ríflega þriðjungur ætl-
aður skáldum og skáldskap fyrir 1800, en tæplega tveir þriðjuhlutar skáld-
skap 19du og 20stu aldar. Tímabilinu 1300—1800 er ætlað helmingi meira
rúm en fornöldinni, 460 á móti 200 bls, og skáldskap 20stu aldar um það bil
600 bls á móti um það bil 500 bls fyrir 19du öld.