Skírnir - 01.01.1979, Qupperneq 244
242 ÓLAFUR JÓNSSON SKÍRNIR
jal'ngóð fundin í þeirra stað. Og þegar best lætur má jafnvel vænta þess að
finna x safni sem þessu kvæði og skáld sem lesandinn ekki þekkti áður, hafa
orðið útundan hinu opinbera mati og formlegu viðurkenningu, en reynast
kannski þegar til kemur jafngóð eða betri en rnargt sem fyrir var. Bók-
menntirnar, gamlar og nýjar, eru sem betur fer sífelldum breytingum undir-
orpnar. Og það er í verkahring safnrita af þessu tagi að stuðla að endur-
skoðun, endurnýjun hinna viðteknu skoðana og bókmenntahefðar ekki siður
en viðgangi þeirra.
Tvö síðari bindi íslensks ljóðasafns sæta út af fyrir sig meiri tíðindum
en þrjú hin fyrri. í 5ta bindinu er úrval ljóðaþýðinga á íslensku, hið fyrsta
sem gert hefur verið. Og þar með er fitjað upp á úttekt, mati og endurmati
ljóðaþýðinga í samhengi íslenskrar Ijóðagerðar og bókmenntasögu, sem vert
er og vonandi að haldið verði áfram annarstaðar. í verki er útgefandi safnrits
af þessu tagi auðvitað að iðka akademíska bókmennta-gagnrýni og bók-
menntasögu, með sjálfu vali kvæða og höfunda er hann að auðkenna tíma-
bil, stefnur og tegundir skáldskapar, leggja mat á skáld og kvæði, skipa sam-
an efni í sögulegt samhengi. Þetta verður glöggt þegar kemur að efnum sem
afrækt hafa verið í formlegri bókmenntasögu, eins og Ijóðaþýðingarnar, eða
enn eru vart orðin viðfangsefni hennar, eins og samtíma-ljóðagerð. En þann-
ig séð er ltka mesta nýmæli að þýðingabindinu í íslensku Ijóðasafni og lxk-
legt að lesendum reynist það harla fróðlegt og skemmtilegt, svo óaðgengi-
legt sem mest efni þess hingað til hefur verið.
í 4ða bindi íslensks ljóðasafns er sem fyrr segir fjallað um ljóðagerð 20stu
aklar, og er það mest að vöxtum í safninu, rixmlega 600 bls, og skipt í tvo
hluta í útgáfu, sem bendir til að efnið hafi reynst ofvaxið þeim skorðum
sem safninu voru í upphafi settar. Efnisskipan er í þessu bindi með miklu
skýrari bókmenntasögulegum kennimörkum en í fyrri bindum safnsins. Það
hefst með þeirri kynslóð skálda, Stefáns frá Hvítadal og Davíðs Stefánsson-
ar, sem fram kom um 1918, en skil verða milli hluta þess við lok kreppuár-
anna og stríðsbyrjun, með Steini Steinari og hans jafnöldrum. Safninu
lýkur með Þorsteini frá Hamri og Jóhanni Hjálmarssyni, höfundum sem nú
eru á miðjum aldri og mjög jafngamlir þeim sem yngstir áttu ljóð í Islands
þúsund árum. Skyldi vera almenn regla fyrir þvx að ung skáld „komist til
manns" um fertugsaldur? Hvað sem því líður er hitt víst að ekki liggja í
augum uppi dæmi yngri manna sem hér ættu jafn-vel heima, höfundar sem
í almennings vitund hafa rutt sér til rúms sem fulltrúar hins unga og nýja
í skáldskapnum og komandi kynslóðar skálda.
Því nær sem dregur samtíma þeim mun ógleggra verður væntanlega hið
viðtekna bókmenntamat og því meira svigrúm útgefandans að koma fram
sínum persónulegu sjónarmiðum á efnið. Það er sjálfgefið að efnisval í rit
eins og íslenskt Ijóðasafn sé i verulegum mæli mótað af hefðbundnum, við-
teknum og alkunnum smekk sem jafnaðarlega er um leið réttur og góður
smekkur. Frá þessu sjónarmiði skiptir það litlu máli um höfuðskáld eins
og tam. Stephan G hvort valin erxx eftir hann Jón hrak og Greniskógurinn