Skírnir - 01.01.1979, Síða 246
244
SKÍRNIR
ÓLAFUR JÖNSSON
Sigrlður Einars frá Munaðamesi, Yngvi Jóhannesson, Páll H. Jónsson í fyrri
hluta, Hörður Þórhallsson, Rósberg Snædal, Ingólfur Kristjánsson, Helgi Sæ-
mundsson í seinni hluta 4ða bindis, svo að einhver séu nefnd.
Það er að vísu eðlilegt að safnrit sem þetta sé rúmgott og því rúmbetra
sem nær dregur samtímanum. í 4ða bindinu eru höfundar alls 66, 31 í fyrri
og 35 í seinni hluta. Enda má margur iesandi eiga þess von að finna í safn-
inu hin og önnur dæmi kvæða og skálda sem hann ekki þekkti fyrir og fengur
er að kynnast. Fyrir mig hefur síðasta bindið tam. orðið til að sýna hvað Sig-
urður Jónsson frá Brún hefur verið viðurhlutamikið ljóðskáld. Eftir kvæði
eins og Að nýju, Uppblástur er orðið brýnt að kynnast bókum Sigurðar, Sand-
foki og Rótum og muru. En þar fyrir utan var Sigurður sérkennilegur höf-
undur á laust mál, eins og bók hans Stafnsættirnar sýnir kannski ótvíræðast.
íslenskt Ijóðasafn virðist vel vandað verk að ytri gerð og öllum frágangi.
En iskyggileg spjöll hafa orðið á tveimur kvæðum í 4ða bindi, Turnmerki
eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson og Dimmum lilátri eftir Stein Steinar, sem bæði
eru verulega skert. Af Turnmerki birtast aðeins tvær blaðsíður af þremur í
frumprentun, bls 46—8 í Að laufferjum, af Dimmum hlátri aðeins fyrsta
blaðsíða af fjórum, bls 81—4 í Kvæðasafni Steins. Það er bara vonandi að
þessir áverkar séu einsdæmi í safninu.
Ólafur Jónsson
DRAUMUR UM VERULEIKA
Islenskar sögur um og eftir konur
Helga Kress valdi sögurnar og sá um útgáfuna
Mál og menning, Reykjavík 1977
„Bókmenntastofnun" er nýlegt hugtak á íslensku í umræðu um bókmennt-
ir og svo vandræðalegt að það verður aðeins nefnt í gæsalöppum. Það er
eins og fleiri slík hugtök klúðursleg þýðing úr erlendu máli: „litterær insti-
tution“ á skandinavísku. „Bókmenntastofnunin" er með öðrum orðum „fé-
lagslegt festi“ á mállýsku félagsfræðinga, og tekur þá ekki betra við.
Helga Kress skilgreinir „bókmenntastofnun" svo í inngangi þessarar bók-
ar, Um konur og bókmenntir, að hugtakið merki „það þjóðfélagslega fyrir-
brigði sem gefur reglur um það hvað teljast skuli bókmenntir, — og hvað
teljast skuli góðar bókmenntir. Hún er skoðanamyndandi og stendur sem
miðill milli höfundar og almennings, eða lesanda," segir Helga. Til þessarar
„stofnunar" teljast sem sé rithöfundar og bókaútgefendur, bókaútgáfa og
bókaverslun, bókasöfn og skólar, frá barnaskólum til háskóla, fjölmiðlar, öll
þau ráð og nefndir sem um bókmenntir fjalla, og svo framvegis. I stystu máli
sagt allir þeir aðilar sem búa til, framleiða og dreifa, fjalla um og meta til
gildis þá vöru sem við með einu orði nefnum „bókmenntir". Akademísk
bókmenntasaga og dagbundin bókmenntagagnrýni, skólakennsla bókmennta,