Skírnir - 01.01.1979, Qupperneq 247
SKÍRNIR
RITDÓMAR
245
fjárveitingar til styrktar bókmenntum og rithöfundum, eru til að mynda
allt verkefni á starfssviði „bókmenntastofnunar". Og af þessari upptalningu
er væntanlega líka ljóst að hugtakið tekur ekki bara tif þeirra aðilja, ein-
staklinga, fyrirtækja og stofnana, sem við þessi verk fást á hverjum tíma,
heldur umfram allt til hugmynda og hagsmuna, smekks og skoðana sem á
hverjum tíma meðvitað og ómeðvitað móta og ráða verkum þeirra, orðum
og gerðum. í einu orði má segja að „bókmenntahefð" hvers tíma búi í, varð-
veitist og ávaxti sig í „bókmenntastofnuninni".
Kannski má þá bæta því við að nú vanti ekki í hugtakið nema skilgrein-
ingu á „leshópnum" sem fastri og þekktri stærð á borð við aðra þætti þess
til að lýsa allri bókmenntastarfsemi sem lokaðri hringrás, einskonar sjálf-
hreyfivél. Það væri ef til vill einum of langt gengið. En í verki er hugtakið
prýðilega nothæft um alla þá aðilja sem með einum eða öðrum hætti miðla
eða dreifa bókmenntum á milli höfunda og lesenda og semja þá um leið beint
og óbeint forskriftir eða forsagnir um notkun og notagildi bókmenntanna,
eðli þeirra og merkingu.
Helga Kress telur, sem enginn mun undrast, að „bókmenntastofnunin" sé
eins og aðrar meginstofnanir þjóðfélagsins „patríarkölsk, þ.e. stjórnað af karl-
mönnum og hugmyndafræði feðraveldisins", og rekur þær kringumstæður
hér á landi í alllöngu máli í ritgerð sinni. En frá þeim athugunum hennar
er ekki nema stutt skref, sem Helga að vísu stígur ekki í þetta sinn, til skoð-
unar sem miklu lengra gengur: að bókmennta-hugtakið eins og það hefur
mótast i tímans rás, bókmenntirnar sjálfar fyrr og síðar séu með einhverjum
hætti karlkenndar eða karlkynjaðar. Karlveldið í bókmenntastofnuninni hafi
með öðrum orðum skapað bókmennta-hugtakið, hugmyndir okkar um
hvernig bókmenntir séu og skuli vera, í sinni mynd.
Slíkar skoðanir mætti með mælskubragði taka saman og brýna í eina
spurningu, til dæmis: Hvort er „betri höfundur", sem svo er nefnt, Einar
H. Kvaran eða Kristín Sigfúsdóttir? Svarið vefst væntanlega fyrir fæstum
íslenskum lesendum: auðvitað er Einar Kvaran betri! En hvernig skyldi nú
standa á þessu viðtekna, óvefengda mati, hvaða rök ráða, hverjir ákvarða
hvaða verðleikar í efnisvali og frásagnaraðferðum, máli og stíl osfrv. skeri úr
um bókmenntagildið? Auðvitað hin karlkennda bókmenntastofnun: karlar
auðvitað! Og hvað er að marka það?
Án þess að halda þessari röksemdafærslu lengra, sem hér var tæpt á, er
það væntanlega augljóst mál að sé henni haldið til streitu leiðir hún rak-
leitt til einhverskonar „rasisma". Og þaðan er jafnan skammt út í „fasisma"
eins og kunnugt er. Karlkyn og kvenkyn eru þá sett upp sem andstæður,
karlar og konur sem ævarandi andstæðingar í baráttu um veg og völd. Og
bágt að sjá að slíkri tvíhyggju í kynferðismálum, og þar með kvenfrelsis-
og bókmenntaumræðu, yrði komið heim og saman við viðteknar jafnréttis-
hugmyndir.
En hvað eru þá „kvenna-bókmenntir“, annað algengt hugtak i bókmennta-
umræðu í seinni tíð? Helga Kress ræðir skilgreiningu þess í einni ritgerð