Skírnir - 01.01.1979, Page 250
248 ÓLAFUR JÓNSSON SKIRNIR
manns, cn þær síðustu allar frá sjónarhóli kvenna? Þróunin frá Torf-
hildi Holm til kvenrithöfunda dagsins í dag stefnir í átt til víðari
sjóndeildarhrings og aukinnar sjálfsvitundar.
Hér er sem sé um að ræða dæmi „kvenna-bókmennta“ í þrengri merk-
ingu en Helga Kress vildi ætla hugtakinu i ritgerð sinni í Skírni. Sögurnar
í bókinni eru ekki bara „eftir“ konur, umfram allt eru þær „um“ konur
og eiga að vera dæmi sagnagerðar sem beinist með einu móti eða öðru að
yrkisefni „kvenlegrar" reynslu af ýmislegu tagi. En þá verður líka um leið
Ijóst hversu þröngar skorður hugtak „kvenna-bókmenntanna" getur sett
bókmenntaskilningi og bókmenntunum sjálfum þegar svo ber undir. Þannig
finnst mér fráleitt að telja „þolandastöðu kvenna" eða annað þvílíkt aðal-
efnið í einhverjum bestu sögunum í bókinni, minningaþætti Ingunnar Jóns-
dóttur frá Kornsá, Jarðarför ömmu minnar, eða smásögu Jakobínu Sigurðar-
dóttur, Systur, þótt báðar greini frá bágum högum kvenfólks í sögunum.
Aftur á móti fjalla þær báðar, Jakobína og Ingunn frá Kornsá, um stétt-
skiptingu og misrétti sem af henni leiðir og reifa lífsgildi sem með ýmsum
hætti eru háð og undirorpin slíkum samfélagsháttum. Svava Jakobsdóttir
lýsir að vísu gagngert „þolandastöðu" konunnar í sinni sögu, Kona, naut og
barn. En eins og oft endranær þar sem Svava einbeitir sér að slíku yrkis-
efni lendir sagan að mörkum sjúkdómsgreiningar, afbrigðilegra tilfinninga
og sálarlífs — og missir að því skapi marks sem túlkun almennrar reynslu.
Miklu betur finnst mér Líneyju Jóhannesdóttur takast viðlíka yrkisefni í
skefjum raunsæislegrar hversdagslýsingar í sinni sögu, Oveðursnótt.
Hér var annars ekki ætlunin að ræða að neinu marki einstakar sögur í
bókinni. En i meginatriðum virðist mér Helgu Kress hafa tekist sxn til-
ætlun með bókinni prýðilega vel. Draumur um veruleika hygg ég að sé
ómissandi bók hvarvetna þar sem rætt er í alvöru um málefni „kvenna-bók-
mennta" og geti þannig vel notast td. við bókmenntakennslu í skólum sem
grundvöllur athugana og umræðu um efnið. Frá þeim bæjardyrum séð
hefði ég fremur kosið einfalt kiljusnið á bókinni en það jólabókarlag sem
á henni er. Og prentvillur eru til óþarflegra lýta á bókinni.
Ólafnr Jónsson
HEIMIR PÁLSSON
STRAUMAR OG STEFNUR
í íslenskum bókmenntum frá 1550
Iðunn, Reykjavík 1978
Af djörfung og áræði hefur Heimir Pálsson ráðist í mikið nauðsynjaverk:
að semja handa nemendum framhaldsskóla á íslandi — einkum mennta-
skólanna — sögu íslenskra bókmennta er nothæf megi vera við nútíma-
kennsluaðferðir.