Skírnir - 01.01.1979, Page 254
252
SVEINN SKORRI HOSKULDSSON
SKÍRNIR
pólitískra stórviðburða eins og júlíbyltingarinnar 1830 og febrúarbyltingar-
innar 1848 fyrir íslenska rómantík (Fjölnir og Norðurfari) ásarnt gildi róman-
tíkurinnar fyrir íslenska stjórnmálaþróun — þjóðernishyggjuna og sjálfstæð-
isbaráttuna. Það var einmitt eitt af sérkennum íslenskrar rómantíkur (líkt
og þeirrar norsku) hversu pólitískt virk skáldin voru í Ijóðum sínum. Að
þeim þætti víkur höfundur gleggst í inngangi sínum að sögu bókmennta eftir
fullveldi (142. bls.) en sú greinargerð hefði betur átt heima við rómantíkina
sjálfa.
Það á við um III. kaflann eins og bókina í heild að höfundur gerir list-
rænum einkennum stefna miður skil en hugmyndafræði þeirra. Þannig er
nokkur grein gerð fyrir heimspekigrundvelli og vandamálaumræðu raun-
sæisstefnunnar en ckki vikið að listrænni kröfu hennar um hlutlægni sem
Georg Brandes og Gestur Pálsson boðuðu báðir þannig að höfundar mættu
ekki troða sjálfir fram á sjónarsviðið i verkum sínum sem predikarar.
í kaflanum „Nýrómantík" hefði líka ekki síður verið ástæða til að gera
nokkra grein fyrir franska symbólismanum og áhrifum hans en hugmyndum
Nietzsches.
Þegar aldarskeið hefur verið stúkað niður í tímabil þriggja stefna hlýtur
mjög að orka tvímælis hvar skipa skuli einstökum höfundum er þegið hafa
áhrif úr ólíkum áttum. Þannig kemur dálítið einkennilega fyrir sjónir að
sjá Þorstein Erlingsson talinn meðal rómantiskra skálda, enda getur bókar-
höfundur þess að yrkisefni og hugmyndaheimur hans sýni oft raunsæisleg
viðhorf. Svipað má segja um sæti Guðmundar Friðjónssonar og Jóns Trausta
meðal raunsæishöfunda. Hjá báðum má einnig benda á nýrómantísk viðhorf:
dýrkun hins frumstæða, jarðnána og upprunalega hjá Guðmundi (sem minna
má á Hamsun) og hetjurómantík Jóns Trausta sem minnir á vilja og rétt
hins sterka er Nietzsche boðaði.
í síðasta kafla bókarinnar, „Fullvalda og sjálfstætt fólk“, virðist bókar-
höfundur nánast hafa lagt fyrir róða þá ætlan sína að fjalla um strauma og
stefnur. Hann segir þó þar í „Inngangi": „Verður til hagræðingar skipt í
skemmri tímabil og reynt að segja deili á þeim hverju fyrir sig. Verður með
hverjum áratugnum nauðsynlegra að hafa í huga að hér er ekki verið að
segja höfundasögu, heldur reyna að benda á meginstrauma og bókmennta-
stefnur." (143. bls.).
Hann velur síðan þá leið að skipta þessu tímabili, þ.e. síðan 1920, eftir ára-
tugum sem er einhver harðsmámunalegust söguskoðun bókmennta og hefur
hjá Svíum, er hafa nú iðkað þetta í heila öld einir Norðurlandaþjóða, leitt
af sér eins konar sjálfvirka bókmenntasögu, þannig að við upphaf hvers ára-
tugar taka skáld og bókmenntamenn að huga að því á hvern hátt þeir geti
skapað sér sérstöðu miðað við aðra áratugi. Þegar skoða skal bókmenntir í
víðara samhengi nær þetta kerfi þó engri átt því að sjaldnast verða nokkur
hvörf í straumum og stefnum bókmennta eða dýpri breytingum þjóðfélags-
aðstæðna á núllpunktinum milli tveggja áratuga.
Innan þessa sögulega tugakerfis fjallar bókarhöfundur síðan miklu meir