Skírnir - 01.01.1979, Page 256
254
SVEINN SKORRI HOSKULDSSON
SKÍRNIR
söm söguskoðun Kristins E. Andréssonar. Einmitt tilraunir og leit eru oft
gleggra dæmi um strauma og stefnur, sem fram koma, en síðbornari verk, er
falla í fastan farveg.
Þess má sakna í síðasta aðalkaflanum að ekki skuli þar vikið að afþrey-
ingarbókmenntum á okkar öld. Hafði bókarhöfundur samt áður nefnt af-
þreyingarbókmenntir á lærdómsöld (31. bls.) og bent á augljóst afþreyingar-
hlutverk rímna (50. bls.). Það er þó líklega einmitt eitt skýrasta dæmið um
bókmenntalega áorkan þjóðfélagsbreytinga að eftir síðari heimsstyrjöldina
hefur vaxið upp ekki svo óvíður skógur innlendra afþreyingarbókmennta.
Líkt og bókarhöfundur fjallar tiltölulega meira um einstök skáld og verk
þeirra í Jressum kafla en hinum fyrri ber hér líka meir á huglægum dómum
hans urn höfunda og verk. Hann tekur að gefa einkunnir í orðum. Á 154.
bls. segir:
„Þrátt fyrir þessa augljósu höfundar-predikun eru efnistök Halldórs í Sjálf-
stæðu fólki mun listrænni og þroskaðri en verið hafði í Sölku Völku. Sagan
ber sjálf í sér greiningu samfélagsins, athugasemdum höfundar fækkar, þvi
þeirra gerist ekki þörf. Með frásögninni um þriðju söguhetju sína á þessum
áratug komst höfundur þó enn nær listrænni fullkomnun."
Hvaða „stórisannleikur" er það að hlutlægni í stíl sé listrænni en hug-
lægni?
Þó að höfundar íslendingasagna iðkuðu á yfirborðinu hlutlæga frásögn
og raunsæismenn eins og Gustave Flaubert, Georg Brandes og Gestur Páls-
son boðuðu hana sem stílhugsjón og nútímahöfundur eins og Halldór Lax-
ness hafi á stundum talað um herra Plús X sem boðflennu meðal söguper-
sóna, er hugmyndin um það að höfundurinn hverfi út úr verki sínu mótsögn
í sjálfri sér. Ef huglægni í stíl og návist skálds í verki sínu er af hinu illa
og merki um lítinn listrænan þroska er sennilega Þórbergur Þórðarson ólist-
rænasti og þroskaminnsti rithöfundur íslenskra nútímabókmennta.
Af svipuðum einkunnum sem Heimir gefur skáldum má nefna: ,,[...]
tryggði hann sér sess sem einn fremsti smásagnahöfundur þjóðarinnar.“
(157. bls.). „Á fremsta bekk skipaði skáldið sér [...].“ (162. bls.). „[...] tók
[...] sæti meðal fremstu fagurkera íslenskrar ljóðlistar [...].“ (171. bls.). Hér
er bókarhöfundur horfinn frá stefnum og straumum og tekinn að fella hug-
læga dóma um einstaka höfunda.
Bók Heimis er mikið nauðsynjaverk samið í tímaþröng störfum hlaðins
kennara. Þess geldur einkum síðasti hlutinn. Einnig mun mega skrifa það
á reikning tímanauðar að inn í bókina hafa slæðst nokkrar flaustursskekkjur
og misvísanir. Hér skal ekki farið í sparðatíning um þá hluti en aðeins nefnd
dæmi.
í formálanum (8. bls.) skýtur bókarhöfundur ádeiluskeytum að rann-
sóknaraðferðum Magnúsar Jónssonar og Sigurðar Nordals varðandi Hallgrím
Pétursson og verk hans og telur að „hinn lútherski píetismi" hafi haft meira
gildi fyrir Passíusálmana en hjúskaparerjur og sjúkdómur. Hér á hann að
sjálfsögðu við „lútherska orthodoxíu", rétttrúnað, eins og fram kemur líka