Sagnir - 01.06.1998, Page 3

Sagnir - 01.06.1998, Page 3
Öllu fer aftur með versnandi tímum. Kynslóð foreldra sem stendur öfum að baki ól af sér oss sem erum ennþá lakari.1 Ekki er vitað hvort sú hugmynd að heimur versnandi fari sé jafngömul mannkyni. En ljóst er að heimsósóminn hefur verið mönnum hjartkær frá öndverðu ritmáli. Í kvæði Horatiusar, er ég hef valið sem upphafsorð þessara hugleiðinga, koma öll megin einkenni hinnar svartsýnu lífsspeki skýrt fram. Í fyrsta lagi, þegar litið er yfir samtíðina þá er hún hábölvuð. Og í öðru lagi, sé horft til fortíðar, þá liggur það ljóst fyrir að hún var miklu betri. Hér á eftir mun ég fjalla um hugmyndir um versnandi heim í Íslandssögunni fram að 19. öld út frá þessari tvíþættu skiptingu. Þær spurningar sem helst verður leitað svara við eru: Hvernig koma þessar hugmyndir fram í heimildum? Hvert má rekja þær? Og hversu mikil áhrif hafa þær haft á íslenska söguskoðun? UPPHAF FORTÍÐARÞRÁR Hefjumst þá handa við að reyna að svara þeirri spurningu hvenær hugmyndir um versnandi heim koma fyrst fram í íslenskum heimildum. Ef litið er aftur til fyrstu aldar Íslands- byggðar, sögualdarinnar svo kölluðu, virðist ekki mikið fyrir þeim fara. En þær heimildir sem við höfum um þennan tíma, Íslendingasögurnar, voru ritaðar talsvert eftir að atburðirnir sem þær greina frá gerast, þ.e. á 13.-14. öld. Og í ljósi þess er athyglisvert að hetjanna, sem einkenna svo mjög þessar sögur, verður ekki vart í samtímafrásögnum. Hér á ég einkum við rit- safnið Sturlungasögu. Vopnfiminni hafði svo stórlega hrakað að engin dæmi eru um að einn maður hafi vegið marga í orr- ustu og reyndar voru vopnaviðskiptin í stórorrustum að mestu grjótkast.2 Drenglyndi sögualdarinnar hafði snúist upp í and- hverfu sína, griðrof og svik voru nánast regla í samskiptum manna.3 Vel þekkt er lýsingin úr Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar á ástandinu í Hólabiskupsdæmi á dögum Guðmundar góða: Aumleg og hörmuleg kristni var þar þá að sjá. Sumir prestar lögðu messusöng fyrir hræðslu sakir við guð, sumir frömdu fyrir hræðslu við höfðingja, sumir að sínum sjálfsvilja. Höfuðkirkjan, móðirin, sat í sorg og 2 Sagnir 19 (1998) SAGNIR ‘ 98 Valdimar Stefánsson: AF HUGMYNDUM ÍSLENDINGA UM VERSNANDI HEIM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.