Sagnir - 01.06.1998, Side 7

Sagnir - 01.06.1998, Side 7
slæmu árferði ríki samtímaósóminn yfir fortíðardýrkuninni en í góðu árferði snúist það svo við? Eða erum við hér aðeins að fást við muninn á upplýsingu og rómant- ík? Hvað um það! Hér er ég kominn fram úr sjálfum mér því enn er eftir að líta á heimsádeilukveðskapinn og skal það nú gert. HIN KRISTILEGA SVARTSÝNI Undir lok miðalda fóru að koma fram svonefnd heims- ádeilukvæði. Þau voru útlistun á illsku og spillingu heimsins, með sterku trúarlegu ívafi. Þessi kveðskapur varð svo enn vinsælli á 16. og 17. öld, því að eftir siðskiptin jókst mjög áherslan í trúarlífinu á kenninguna um hina synd- um spilltu veröld sem var einmitt megin inntak þessara kvæða.28 Það er því afar athyglisvert þegar í þessum trúarkveðskap birtist aðdáun á heiðinni tíð og eftirsjá eftir henni. Bjarni Jónsson, sem uppi var á fyrri hluta 17. aldar orti t. d. í kvæði sínu „Aldarsöng“: Þá goðanna villan var, vissu ei af guði par, heiðnir sér hauga gjörðu, höfðu sín fylgsni í jörðu, grófu þar granna fróma, gerðu þeim meiri sóma.29 Og Hallgrímur Pétursson, mesta trúarskáld þjóðarinnar, orti í „Aldarhætti“ um forfeðurna: Ý bendum skutu, en álmdrósir þutu á andfari þunnu, burtstengur brutu, en hátt skildir hrutu, þar herfákar runnu; benfossar flutu, en lágt hinir lutu, sem lítt verjast kunnu.30 Hér fer nú lítið fyrir kristilegri mærð! Og síðar í kvæðinu segir: Ísland má sanna það átti völ manna, þá allt stóð í blóma. Glæ sóttu hranna til ríkra kóngs ranna vel reyndir að sóma.31 Það fer ekkert á milli mála að þetta er ómenguð fortíðardýrkun. Og þegar litið er til samtímans má sjá kunnuglega mynd: Ungdómsins æði þó áður fyrr stæði til afreka hárra, losti, sjálfræði, leti, svefn bæði, það líst þeim nú skárra.32 Þau eru augljós einkennin þegar ungdómurinn fær að heyra það, svo sem sagt er hér framar og þarf ekki að orð- lengja það frekar. Víst hef ég hér tekið þau kvæði út úr sem hafa hvað skýrasta fortíðarhyggju af þeim heimsádeilukvæðum sem ég kannaði. En það sýnir okkur eigi að síður að rekja má þráð fortíðardýrkunar, með sérstakri skírskotun til Íslendinga- sagna, í gegnum bókmenntasögu þjóðarinnar allt frá lokum þjóðveldis fram á þessa öld. Því varla þarf að taka hér dæmi úr kveðskap rómantísku skálda síðustu aldar, eins vel þekkt sem þau eru, til að benda á samhengið. Nægir hér að minnast á ljóð Bjarna Thorarensens og Jónasar Hallgrímssonar og útgáfu Fjölnis. FORTÍðARþRÁ, SAMTÍMAÓSÓMI OG þJÓðERNISHYGGJA Rekja má upphaf hugmynda Íslendinga um versnandi heim til ritheimilda frá 13. öld. Íslendingasögurnar komu þá fram á u p p l a u s n a r - tíma sam- félagsins og birtu lesendum sterka fortíðardýrkun sagnari- taranna. Fyrsta Íslandssagan, Crymogæa Arngríms lærða frá upphafi 17. aldar, endurspeglaði þessa dýrkun og gaf tóninn fyrir það viðhorf sem einkenndi söguskilning þjóðarinnar næstu aldir. Í þeim ritum upplýsingarmanna sem könnuð voru kemur fortíðarþráin þó ekki jafn sterkt fram og hjá Arngrími, en því fyrirferðarmeiri er samtíma- ósóminn. Versnandi árferði kann að valda því. Fortíðardýrkunin kemur eigi að síður vel fram, m. a. í upphafningu sveitalífsins á kostnað sjávarsíðunnar en upphafningin sú átti eftir að verða meira áberandi er nær dróg sam- tímanum og fiskveiðar efldust. Samtímaósóminn kom fram í sinni hreinustu mynd í heimsádeilukveðskap 16., 17. og 18. aldar. En athyglisvert er að þótt kristin lífsskoðun sé kjarni og drifkraftur kvæðanna birtist samt í sumum þeirra rík eftirsjá eftir heiðinni tíð. Hin gamalkunna fortíðardýrkun brýst hér í 6 Valdimar Stefánsson SAGNIR ‘ 98 Það er því afar athyglisvert þegar í þessum trúarkveðskap birtist aðdáun á heiðinni tíð og eftirsjá eftir henni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.