Sagnir - 01.06.1998, Page 23

Sagnir - 01.06.1998, Page 23
ingar sínar eða hvernig samfélagið gerir það. Kenningin um sameiginlegt minni þjóðarinnar hefur víða verið gagnrýnd, aðallega hefur farið fyrir brjóstið á mönnum hvernig Halbwachs heimfærir einstaklingseiginleika yfir á heila þjóð.14 Markvissari gagnrýni er þó sú að hann sé í raun ekki að segja neitt nýtt. Sameiginlegt minni þjóðarinnar sé ein- ungis nýtt hugtak yfir það sem áður var kallað mýta.15 Þetta er þó viss einföldun því að áhersla Halbwachs á einstakling- seiginleika þjóðarinnar, undirstrikar mik- ilvægi einingar í þjóðernisvitund. ÞJÓðHÁTÍðIR Eitt er að skapa og annað að viðhalda. Þó svo að krafa þjóðernishyggjunnar um þjóðríki sé uppfyllt og þjóðin lifi sem ein heild í eigin landi, er ekki þar með sagt að sú vitund viðhaldist. Til þess koma þjóðernistáknin. Öll þjóð- ernistákn undirstrika þjóðernisvitundina og kalla fram sameiginlegt minni þjóðarinnar. Þannig er notkun á fánum og þjóðsöngvum, svo eitthvað sé nefnt, leið til að minna á sameiginlegar minningar þjóðarinnar sem og að viðhalda þeim. Fáir viðburðir efla þjóðernisvitund á jafn augljósan hátt og þjóðhátíðir. Allar þjóðir halda slíkar hátíðir, oftast tengdar mikilvægum atburðum í sögu sinni. Þá er þjóðinni stefnt saman -að svo miklu leyti sem hægt er að stefna heilli þjóð saman- í þeim til- gangi að efla þjóðernisvitundina. Á öld þjóðernishyggjunnar urðu þjóðhátíðir vopn í baráttu þjóðernissinna fyrir sjálfstæðu þjóðríki.16 Eftir að lokatakmarki þjóðernishyggjunnar er náð og þjóðríki hefur verið stofnað, gegna þjóðhátíðir mikilvægu hlutverki við að viðhalda þjóðernisvitundinni. Þjóðinni er þjappað saman um einhvern atburð sem skapar ákveðinn sess í vitund hennar. Þjóðernistáknin kalla fram sameiginlegt minni þjóðarinnar og styrkja eininguna. Ríkisvaldið getur þannig notað þjóðhátíðir til að tryggja einingu þjóðarinnar. Lynn Spillman hefur t.d. haldið því fram að í Ástralíu og Bandaríkjunum noti ríkisvaldið slíkar hátíðir sem tæki til menningarframleiðslu, þær ýti undir einingu og treysti menningarmiðstöðvar þjóðanna í sessi.17 Þetta margvíslega eðli þjóðhátíða verður að hafa í huga þegar um þær er rætt. Ekki er eingöngu um mannfagnað að ræða, heldur er öll athöfnin þrungin táknrænu gildi og er í raun tákn í sjálfu sér. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri lýsti kannski best þessu táknræna hlutverki þjóðhátíða er hann ræddi um þjóðhátíðina 1974. Hann talaði um hátíð sem fyrst og fremst hafði þann tilgang að minna núlifandi kynslóð á þann arf, sem elle- fu alda búseta forfeðra okkar hefur fært okkur í hendur. Réttlæting slíkra hátíða- halda hlýtur einkum að vera sú að hvetja til ræktarsemi við þann menningararf, sem er undirstaða sjálfstæðis Íslendinga í dag.18 Í þessum orðum er hlutverki þjóðhátíða hvað best lýst, þ.e. að efla þjóðernisvitundina. Það er fyrst og fremst gert með því að kenna fólki að muna eftir réttu hlutunum. Þess vegna er sagan svo mikilvæg á ólíkum hátíðarstundum, ekki má kljúfa þjóðina með því að kenna sögu er leggur áher- slu á þá atburði er gætu leitt til sundrungar. Sagan sem minnst er á slíkum hátíðum er saga sátta og samlyndis. ÞJÓðHÁTÍðIR ÍSLENDIN- GA Íslendingar hafa frá því seint á síðustu öld haldið fimm þjóðhátíðir. Árið 1874 voru 1000 ár liðin frá því að Ísland byggðist og af því tilefni afhenti Kristján IX Íslendingum fyrstu stjórnarskrá þeirra. Árið 1930 var haldið upp á 1000 afmæli Alþingis. Árið 1944 var lýðveldi stof- nað við hátíðlega athöfn á Þingvöllum. Árið 1974 var haldið upp á 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar. Síðast var haldin þjóðhátíð hér á landi árið 1994 þegar haldið var upp á 50 ára afmæli lýðveldisins. Eins og sést á þessari upptalningu hefur tilefni til hátíðarhalda verið fjölbreytt. Athyglisvert er þó að fyrstu níuhundruð árin frá því að landið byggðist þótti ekki tilefni til að halda sérstaka þjóðhátíð, þó vissulega væru ýmsar samkomur haldnar. Á 19. öldinni voru t.d. haldnir allmargir Þingvallafundir til að krefjast aukinnar sjálfsstjórnar. Þessir fundir voru þó ólíkir þjóðhátíðum í eðli sínu; þeir voru pól- itískir baráttufundir fyrir þá aðila er stóðu í eldlínu stjórn- málanna. Eftir að ísinn var brotinn árið 1874, hafa hins vegar verið haldnar fimm þjóðhátíðir á 120 árum. Hvernig stóð á því að það var ekki fyrr en árið 1874 að Íslendingum þótti ástæða til að halda hér þjóðhátíð? Sigurður Nordal velti þessari sömu spurningu að nokkru leyti fyrir sér. Hann komst í raun ekki að neinni niðurstöðu en segir að fyrr á tímum hafi menn ekki verið „svo hneigðir til afmælis- fagnaða sem nú er tízka.“19 Þannig virðist hann gera ráð fyrir því að þjóðhátíðir séu eingöngu afmælisfagnaðir og hefur svipt þær aðalhlutverkinu; að rækta þjóðernisvitundina. Ástæða þess að fyrr á tímum voru hér ekki haldnar þjóðhátíðir er því fyrst og fremst sú að þjóðin skynjaði sig ekki sem slíka, þjóðernisvitundina vantaði. Tilefni og tilgangur þeirra hátíða sem hér hafa verið 22 Kolbeinn Proppé 19 18 - 1 99 8 SAGNIR ‘ 98 Ríkisvaldið getur þannig notað þjóðhátíðir til að tryggja einingu þjóðarinnar. Lynn Spillman hefur t.d. haldið því fram að í Ástralíu og Bandaríkjunum noti ríkisvaldið slíkar hátíðir sem tæki til menningarframleiðslu Koparstunga af kunungskomunni til Reykjavíkur 1874.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.