Sagnir - 01.06.1998, Side 26

Sagnir - 01.06.1998, Side 26
SAGNIR ‘ 98 og deilur gleymast á slíkum stundum. Á fjórum síðustu hátíðunum hefur Alþingi ávallt haldið fund á Þing- völlum samfara hátíða- höldunum. Sá fundur hefur oftast verið táknrænn, þing- menn koma sér fyrirfram saman um eitthvert málefni sem ekki er líklegt til að vekja deilur. Á Þingvöllum er ályktunin síðan samþykkt einróma og mannfjöldinn fagnar. Eining þjóðarinnar kemur hvergi betur fram. Árið 1930 var samþykkt ályktun um að Norðurlöndin myndu framvegis setja allar deilur sín á milli í gerðardóm. Árið 1974 samþykkti Alþingi áætlun um land- græðslu og gróðurvernd og árið 1994 voru tvær tillögur samþykktar. Annars vegar breytingar á stjórnarskránni til samræmis við alþjóðlega mannréttindasáttmála og hins vegar stofnun hátíðarsjóðs í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldisins. Þeim sjóði skyldi varið til tveggja verkefna; rannsókna á líf- ríki sjávar og eflingar íslenskrar tungu.38 Allar voru þessar tillögur samþykktar einróma við mikinn fögnuð mann- fjöldans. Lýðveldishátíðin 1944 sker sig úr hvað þingfundinn varðar. Hér var ekki verið að fjalla um nein smámál; gildis- töku lýðveldisstjórnarskrár og kjör á fyrsta forseta Íslands. Þjóðaratkvæðagreiðsla hafði farið fram um fyrra atriðið og því var ekki kosið um það heldur gildistökunni aðeins lýst yfir. Þegar kom að kjöri á fyrsta forseta lýðveldisins daginn eftir bar til tíðinda. Atkvæði skiptust þannig að Sveinn Björnsson fékk 30 atkvæði, Jón Sigurðsson, skrifstofustjóri Alþingis, fékk 5 og 15 seðlar voru auðir.39 Sveinn Björnsson hlaut því einungis 30 af 50 greiddum atkvæðum, þ.e. 60%. Þessi atkvæðagreiðsla er í hróplegu ósamræmi við aðrar sem haldnar hafa verið á þjóðhátíðum Íslendinga. Þingmenn sýndu ekki þá einingu sem venja var á stundu sem þessari. Viðbrögð létu ekki heldur á sér standa. Í Tímanum var skrifað um atkvæðagreiðsluna og má þar sjá hve alvarlegum augum hún var talin af sumum. Þar er sagt að „sú óeining hafi verið þjóðarskömm á þessum stað og á þessari stundu.“40 Helgi þjóðhátíðarinnar var rofin. Einingin sem ríkir við hátíðarhöldin helgast af staðsetningu þeirra. Ekki má færa venjuleg deilumál yfir á Þingvelli, þar á yfirhöfuð ekki að deila. Þess vegna eru málin útkljáð áður en á Þingvelli er komið. Morgunblaðið tók undir þetta þann 19. júní 1944: „[þ]ar hverfur allur ókunnugleiki og þurkuskapur manna á milli. Þar finna menn best samhygð og skyldleika við allt sem íslenskt er.“41 HEILÖG STUND SAMEININGAR Hápunktar hverrar hátíðar eru helgustu stundir íslensku þjóðarinnar. Á hverri hátíð má finna einhvern ákveðinn tíma- punkt þar sem helgin rís hæst og þjóðin finnur samheldni sína hvað best. Á hátíðinni árið 1874 skorti ekkert á helgi frekar en á þeim sem eftir fylgdu. Ekki má gleyma því að sjálfur konungur landsins var viðstaddur. Blaðamaður Tímans var ekki í nokkrum vafa um hug þeirra er viðstaddir voru á Þingvöllum. Saga landsins stóð þeim opin fyrir hugskotssjónum og varðveisla tungunnar var mönnum ofarlega í huga. Allt hafði það þau áhrif að „[e]nginn hefir [...] staðið með köldu blóði á þessari stundu“.42 Helgi hátíðarinnar hafði slík áhrif á viðstadda. Skýrustu dæmin um helgistund þessara viðburða er að finna í hátíðunum 1944, 1974 og 1994. Hátíðin 1944 sker sig um margt úr. Hún var ekki minningar- eða afmælishátíð held- ur var verið að fagna nýju stjórnarfyrirkomulagi. Og það sem meira er, á lýðveldisstofnunina var litið sem uppfyllingu mar- Íslenskt fullveldi í 80 ár 25 „Þjóðin er einnig leifar frá löngu horfinni tíð.“ Einingin sem ríkir við hátíðahöldin helgast af stað- setningu þeirra. Ekki má færa venju- leg deilumál yfir á Þingvelli, þar á yfirhöfuð ekki að deila. Frá Alþingishátíðinni 1930. Leikendur í sögusýningunni standa hér aðeins til vinstri. Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra undirritar gerðardómslögin.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.