Sagnir - 01.06.1998, Page 39

Sagnir - 01.06.1998, Page 39
Öflug rafmagnsstöð við Sogsfossana. Rafmagns- járnbraut frá Reykjavík, um Þingvelli og að Þjórsárbrú. Raflýst Reykjavík og fjöldi bæja í Mosfellssveit, Kjós, Grímsnesi og Flóa. Ótal raf- magns-mótorar til margs konar iðnreksturs í Reykjavík, og loftáburðar-verksmiðja eða verks- miðjur í Árnessýslu. Skemmtilegt og gott gistihús á Þingvöllum (lands- eign), raflýst og rafhitað, og litlir rafmagnsbátar á Þingvallavatni!1 Þessi framtíðarsýn sem áhugamaður um virkjun Sogsins setti fram árið 1912, var afar glæsileg. Áætlanir aldamóta- kynslóðarinnar voru stórar í sniðum, allsherjar endurreisn Íslands skyldi hafin. Meðal þeirra viðfangsefna sem brýnust voru talin, var virkjun vatnsafls ánna sem féllu óbeislaðar til sjávar og hagnýting þess til iðnaðar, hitunar og ljósa. Sogsvirkjun var þó of stór biti að kyngja fyrir hið fámenna og lítt þróaða íslenska þjóðfélag annars áratugarins, tíminn var ekki kominn. Fjölmörg tæknileg vandamál biðu úrlausnar, svo sem varðandi flutning á raforkunni og viða- miklar rannsóknir voru nauðsynlegar. Tryggja þurfti raf- magninu stærri markað í Reykjavík og afla fjármagns til framkvæmdanna erlendis, því engin íslensk peningastofnun hafði bolmagn til að standa straum af byggingu slíkra mann- virkja. Enn átti því mikið vatn eftir að renna óvirkjað til sjáv- ar, áður en draumurinn gat orðið að veruleika. ORKUMÁL REYKVÍKINGA Mánudaginn 27. júní árið 1921 vígði Kristján konungur tíundi rafstöð Reykvíkinga við Elliðaár. Þar með hóf Rafmagnsveita Reykjavíkur starfsemi sína með formlegum hætti.2 Elliðaárstöðin leysti af hólmi fjölda olíuknúinna einkaraf- stöðva sem starfræktar voru víðs vegar um bæinn og sáu efnameiri Reykvíkingum fyrir raforku til ljósa og að nokkru leyti til iðnaðar og vélareksturs.3 Afkastageta stöðvarinnar var 1.500 hestöfl (1.120 kW) og var frá upphafi ljóst að það dygði engan veginn til að svara orkuþörf bæjarins til lengdar. Árið 1923 var sett upp 1.000 hestafla (um 750 kW) vélasamstæða og árið 1933 var stöðin enn stækkuð og 2.000 hestafla (um 1.500 kW) túrbínu bætt við.4 Jafnframt þéttist og styrktist dreifikerfi stöðvarinnar hröðum skrefum. Árið 1923 voru 75% húsa bæjarins tengd rafstöðinni og þremur árum síðar voru 86% húsa komin í sam- band.5 Þrátt fyrir að hátt hlutfall bæjarbúa hafi átt kost á raf- magni, væri synd að segja að Reykjavík hafi verið rafvæddur bær. Atvinnulífið var skammt á veg komið með að hagnýta sér kosti hinnar nýju tækni. Árið 1930 voru rétt rúmlega 730 rafmagnsmótorar nýttir til atvinnustarfsemi í Reykjavík. Voru þeir nær allir litlir, eða rétt rúm 2,5 kW að jafnaði.6 Voru vélar þessar einkum nýttar í smáiðnaði, en orkufrekur iðnaður var vart fyrir hendi í bænum á fyrri hluta fjórða áratugarins. Sama máli gegndi um heimilin. Rafmagnsheimilistæki voru fá, einungis straujárn höfðu teljandi útbreiðslu, en tæki á borð við ísskápa, ryksugur eða þvottavélar þekktust varla. 38 Sagnir 19 (1998) 19 18 - 1 99 8 SAGNIR ‘ 98 Stefán Pálsson: Sogsvirkjun Undirbúningur Ljósafossvirkjunar og lánsfjárleit Reykjavíkurbæjar Rafvirki setur saman túrbínu ívirkjuninni. Hver hlutur er númeraður - rétt eins og plast-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.