Sagnir - 01.06.1998, Síða 43

Sagnir - 01.06.1998, Síða 43
töluðu drýgindalega fyrir hönd bæjarsjóðs, því Jónas frá Hriflu hafði leikið á als oddi yfir ógöngum bæjarstjórnar í lánsfjáröfluninni. Þannig sagðist hann algerlega mótmæla því sem Reykvíkingur, að Reykjavík gæti ekki fengið lán án ríkis- ábyrgðar og það væri bænum til minnkunar ef hann þyrfti að leita til annarra um lánstraust.33 Ekki er laust við að þessi viðhorf Jónasar minni á hagfræði hins hyggna bónda, að menn eigi með ráðdeild og sparsemi að safna fé til framkvæmda til að komast hjá því að binda sig á klafa lánardrottna. Að hans mati jafngilti skuld- setning Íslands í erlendum bönkum meiriháttar afsali á fullveldi þjóðarinnar. Ef stofna skyldi til skulda, bæri að undirbúa það vel í stað þess að flana í ákvörðunum, líkt og gert hafi verið 1921 þegar „enska lánið“ var tekið.34 Samflokksmenn Jónasar tóku í sama streng og gagnrýndu Reykjavík fyrir óráðsíu. Einar Árnason stakk til að mynda upp á því að einstakir bæir og hreppar stæðu að rafvæðingu sinni með nokkurs konar samvinnusniði, þar sem þau gengjust sameiginlega í ábyrgðir og fengju viðurkenningu erlendra sérfræðinga á áætlunum sínum. Á grunni slíkra viðurkenninga og í krafti samstöðunnar, taldi Einar að sveitar- félögunum yrði ekki skotaskuld úr því að afla sér lána án ríkisábyrgðar.35 Hér má þó segja að ráðherrarnir hafi kastað steinum úr glerhúsi. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins var í meira lagi dugleg við að taka erlend lán og varð 1930 metár í þeim efnum. Það ár tók ríkissjóður erlend lán fyrir 15 milljónir króna og jók með því skuldir landsins um rúman helming, en alls námu skuldir ríkisins 40 milljónum 1931.36 Auk þess að stofna til nýrra lána hafði stjórn framsóknarmanna skrifað upp á nokkrar ríkisábyrgðir sem sumar hverjar voru af pól- itískum toga. Til dæmis hafði Jóhannes Jósefsson fengið ríkisábyrgð til að standa straum af kostn- aðinum við að byggja Hótel Borg árið 1930 fyrir Alþingishátíðina sama ár. Jóhannes átti vildarvini í Fram- sóknarflokknum og var oft sakaður um að njóta góðs af þeirri vináttu. Virðist þetta sanna hið fornkveðna að hægara er að ráða öðrum heilt en að bæta eigin breytni. Það vekur sérstaka athygli við lestur umræðnanna, hvaða áhrif fram- sóknarmenn töldu að ríkisábyrgðin hefði á lánstraust þjóðarinnar. Mátti helst skilja af orðum þeirra að lánstraust ríkja væru fasti - ákveðin krónutala sem minnkaði sem næmi hverri ríkis- ábyrgð.37 Þannig var enginn greinar- munur gerður á neyslulánum eða lánum til framkvæmdar á borð við Sogsvirkjun sem enginn andmælti að væri hagkvæm. Þótt því verði ekki á móti mælt að of miklar ríkisábyrgðir hljóti fyrr eða síðar að draga úr lánstrausti ríkja, verða þessi rök framsóknarmanna að teljast full einhliða. Verið var að afla lánsfjár til að koma upp öflugu orkukerfi á þéttbýlasta svæði landsins. Stofnanir á borð við fjarskipta-, samgöngu- og orkukerfi eru af mörgum taldar hornsteinar öflugs efnahagslífs og því viðbúið að slík framkvæmd yrði til að styrkja efnahaginn og jafnvel auka lánstraust þjóðarinnar. Á hitt ber að líta að í árslok 1930 var ríkissjóður aðeins í ábyrgð fyrir rúmum ellefu milljónum króna í erlendum lánum. Þar af voru fimm milljónir vegna lána Landsbankans, tvær og hálf vegna Reykjavíkurbæjar og ein og hálf vegna Fiskiveiðasjóðs. Með frumvarpinu var verið að fara fram á að ríkisábyrgðir væru auknar um meira en 60%.38 Var því ekki að undra þótt ýmsum þætti nóg um. Afdrif frumvarpsins 1931 urðu þau að það koðnaði niður á báðum þingum og svipað frumvarp fékkst ekki rætt ári síðar. Á þinginu 1933 voru valdahlutföll hins vegar orðin önnur eftir að ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks undir forsæti Ásgeirs Ásgeirssonar, hafði tekið við völdum. Fékkst málið þá afgreitt sem lög eftir stuttar umræður, fólust þær í karpi Sjálfstæðismanna og Alþýðuflokksmanna um það hvor fylkingin hefði unnið því meira gagn og ætti meira lof skilið. BORGARSTJÓRI Á FARALDSFÆTI Þegar lögin um Sogsvirkjun höfðu fengist samþykkt, réð bæjarstjórn þegar í stað viðurkennda ráðunauta frá Noregi, A. B. Berdal og Jakob P. Nissen til að gera tillögur um hag- kvæmustu virkjunarframkvæmdir í Soginu. Töldu þeir að vænlegast myndi vera að virkja Ljósafoss með fimm vélasam- stæðum, öllum jafnstórum, samtals 17.500 kW þegar full- virkjað væri.39 Samþykkti bærinn að hverfa að ráði þessu og var virkjunin boðin út haustið 1934 með tveimur vélasamstæðum, 4.400 kW hvorri. Jafnframt var Jóni Þorlákssyni borgarstjóra 42 Stefán Pálsson 19 18 - 1 99 8 SAGNIR ‘ 98 Lagskiptur mokstur, einn mokar upp á pall - sá næsti mokar af pallinum í fötu. Með frumvarpinu var verið að fara fram á að ríkisábyrgðir væru auknar um meira en 60%. Var því ekki að undra þótt ýmsum þætti nóg um.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.