Sagnir - 01.06.1998, Síða 47

Sagnir - 01.06.1998, Síða 47
SAGNIR ‘ 98 46 19 18 - 1 99 8 Stefán Pálsson fimm árum, frá 1936 til 1940 óx hlutfall íbúða í Reykjavík sem höfðu rafmagnseldavél úr tæpum 5% upp í rúm 52%. Má því með sanni segja að fyrsta „stóriðja“ Íslandssögunnar hafi verið komið á legg í reykvískum eldhúsum fjórða áratugar- ins.66 BARIST Í BÖNKUM Saga sænska lánsins og þeirra erfiðleika sem bæjarstjórn Reykjavíkur mátti glíma við í lánsfjárleit sinni er athyglisverður kafli í íslenskri efnahagssögu og sögu höfuðborgarinnar. Reykvískir stjórnmálamenn og verk- fræðingar, með þá Jón Þorláksson borgarstjóra og Steingrím Jónsson rafmagnsstjóra í broddi fylkingar, gerðu víðreist í því skyni að tryggja sér hagstæð lán til verksins, helst án þess að þurfa að treysta á fulltingi misvinveittra ríkisstjórna Íslands. Í lánsfjárleitinni reyndu þeir að markaðssetja Ísland sem áhugaverðan fjárfestingarkost og héldu í því sambandi á lofti vaxtarmöguleikum landbúnaðarins og örum vexti Reykjavíkur, en viku ekki einu orði að fiskvinnslu og sjávar- útvegi sem sáralítið voru farin að taka rafmagnið í sína þjónustu. Auk þess að selja útlendingunum glæsta framtíðarmöguleika þjóðarinnar, studdist Reykjavíkurbær við vandaðar áætlanir og ítarlega útreikninga verkfræðinga á hugsanlegum virkjunarkostum. En allt kom fyrir ekki, þrátt fyrir kreppu á erlendum fjármálamarkaði sem meðal annars kom fram í því að lítil eftirspurn var eftir útlánum og fá fjár- festingartækifæri í boði, virtust bankastofnanir treysta varlega djarfhuga áætlunum Íslendinga – áætlunum sem til stóð að fjármagna að öllu leyti með lánsfé. Það var því ekki fyrr en tekið var að skýrast með væntanlega verktaka og framleiðendur tæknibúnaðar að skriður komst á málið. Áhrif og tengsl verktakafyrirtækjanna við fjármálamenn og vilji erlendu bankana til að tryggja viðskiptavinum sínum verkefni gerði sennilega útslagið og fleytti fjármögnun Reykjavíkurbæjar á Sogsvirkjun yfir erfiðasta hjallann. Höfundur (f. 1975) hefur BA-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands TILVÍSANIR 1 „Rafmagns-járnbraut. Suðurlandsjárnbrautin og framtíðarlandið.“ Ísafold, 6.nóv. 1912. 2 Lúðvík Kristjánsson: Úr bæ í borg. Nokkrar endurminningar Knud Zimsens fyrrverandi borgarstjóra um þróun Reykjavíkur. Reykjavík 1952, 277-79. 3 Varðandi fjölda og mikilvægi þessara einkarafstöðva í Reykjavík vísast til óbirtrar greinar höfundar um það efni. Stefán Pálsson: „Rafvæðingunni þjóf- startað. Einkarafstöðvar í Reykjavík fyrir stofnun Rafmagnsveitu Reykjavíkur.“ 4 Steingrímur Jónsson: „Rafmagnsveita Reykjavíkur 1920-1960.“ Saga Rafmagnsveitu Reykjavíkur. (Fylgirit 1 með ársskýrslu Sambands íslenzkra raf- veitna, 18. ár 1960.) Reykjavík 1961, 25-26. 5 Sumarliði R. Ísleifsson: Í straumsamband. Rafmagnsveita Reykjavíkur 75 ára 1921-1966. Reykjavík 1996, 56. 6 Steingrímur Jónsson: „Rafmagnsveita Reykjavíkur 1930.“ Tímarit Verkfræðingafélags Íslands. (1931), 38. 7 Sumarliði R. Ísleifsson: Í straumsamband, 156. Steingrímur Jónsson: „Rafmagnsveita Reykjavíkur 1920-1960,“ 43. 8 Steingrímur Jónsson: Um Sogsvirkjunina. Á 25 ára starfsafmæli Ljósafossstöðvar. (Fylgirit 1 með ársskýrslu Sambands íslenzkra rafveitna, 20. ár 1962.) Reykjavík 1964, 5-8. 9 Preliminary Estimates of a Hydro-Electrical Development at the River Sog in Iceland. (útg. Rafmagnsveita Reykjavíkur.) Reykjavík 1928, 9-13, 23-28. Norðmennirnir byggðu útreikninga sína á reynslu norskra raforkufyrirtækja varðandi orkusölu. Þeir reiknuðu út hver stofnkostnaður virkjunar mætti vera miðað við 30-60.000 manna bæjarfélag og raforkuframleiðslu á bilinu frá 3.000 upp í 24.000 kW. Miðuðust allir útreikningarnir við óbreytta gjaldskrá Rafmagnsveitunnar. 10 Björn Björnsson: Árbók Reykjavíkurbæjar 1940. Reykjavík 1941, 175. 11 Sumarliði R. Ísleifsson: Í straumsamband, 78. – Steingrímur Jónsson: „Rafmagnsveita Reykjavíkur 1920-1960,“ 34. 12 Sumarliði R. Ísleifsson: „Afdrifarík mistök eða eðlileg ráðstöfun? Um lokun Íslandsbanka árið 1930.“ Sagnir 4 (1983), 71. 13 Stefán Pálsson: „Við Hlemmtorgið gnæfir gasstöðin þeirra svo hátt. Gasstöð Reykjavíkur 1910-1956. Rekstur, framleiðsla og félagsleg áhrif.“ (Ritgerð til B.A. prófs í sagnfræði við Háskóla Íslands 1998), 21. 14 Álit og tillögur Skipulagsnefndar atvinnumála I. Reykjavík 1936, 48-51. 15 Snorri G. Bergsson: „Útlendingar og íslenskt samfélag 1900-1940.“ (Ritgerð til M.A. prófs í sagnfræði við Háskóla Íslands 1995), 79-80. Sumarliði R. Ísleifsson: „Íslensk eða dönsk peningabúð?,“ 149. 16 Ólafur Ásgeirsson: Iðnbylting hugarfarsins. Átök um atvinnuþróun á Íslandi 1900-1940. (Sagnfræðirannsóknir 9.) Reykjavík 1988, 107-111. 17 Steingrímur Jónsson: Um Sogsvirkjunina, 13. – Steingrímur Jónsson: „Tildrög að virkjun Sogsins eða Jóns þáttur Þorlákssonar.“ Ársskýrslur Sambands íslenzkra rafveitna, 31. ár (1973), 164. 18 Rafmagnsstjórn var stjórn Rafmagnsveitunnar og var hún pólitískt skipuð af bæjarstjórn. Þó átti Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri sæti í henni og þótti það óvenjulegt í stjórnsýslunni að forstjóri opinberrar stofnunar sæti einnig í stjórn hennar. Auk Steingríms sátu: Knud Zimsen, Pétur Halldórsson, Guðmundur Jóhansson, Jakob Möller, Stefán Jóhann Stefánsson og Sigurður Jónasson í stjórninni árið 1932. 19 A Hydro-Electrical Light and Power Plant on the Sog. - I - The Conditions on which Tenders are Invited. (útg. Rafmagnsveita Reykjavíkur.) Reykjavík 1930, 8-9. Í bæklingnum var þó rekinn sá varnagli að samkvæmt eldri samningum ætti breskt fjármálafyrirtæki, Prudential Incurance Company, tilkall til fyrsta kröfuréttar í Vatnsveitunni, Gasstöðinni og Elliðaárstöð ef það bæri sig eftir því. 20 The Sog Power Plant. - IV - A Summary Showing the Financial Status of Iceland and Reykjavik. (útg. Rafmagnsveita Reykjavíkur.) Reykjavík 1930. Sogsvirkjun fullkláruð árið 1937. Í lánsfjárleitinni reyndu þeir að markaðssetja Ísland sem áhuga- verðan fjárfestingarkost og héldu í því sambandi á lofti vaxtar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.