Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 63

Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 63
SAGNIR ‘ 98 62 Leifur Reynisson 19 18 - 1 99 8 verkamenn í lið með sér þar sem marx- isminn hafði kennt þeim að byltingin væri þeirra. Það kom hins vegar upp úr dúrnum að verka- menn höfðu afneitað hinum meinta frels- ara sínum. Þeir fóru að vísu í verkfall og röltu með stúdentum í kröfugöngu eins og fram hefur komið. Í stað þess að bylta þjóðfélaginu gerðu þeir sig samt sem áður ánægða með launahækkanir og sneru aftur til starfa sinna eins og ekkert hefði í skorist. Sjónvarpið átti ekki lítinn þátt í því að skapa þá miklu athygli sem stúdentaóeirðirnar hlutu. Það átti þó eftir að reynast stúdentum tví- eggjað sverð. Sú samúð sem þeir hlutu sökum harkalegrar framgöngu lögreglunnar breyttist fljótlega í óvild þegar eldheitar byltingarræður manna eins og Cohn-Bendit tóku að berast inn í stofur borgaranna. Þegar stúdentar tóku eftir því að þeir voru einir í byltingar- heiminum fjaraði fljótlega undan þeim. Það átti einnig eftir að koma á daginn að þó þeir gætu bent á ýmis- legt sem betur mætti fara var ekki þar með sagt að þeir hefðu lausnirnar í hand- raðanum.8 Sjöundi áratugurinn hafði einkennst af mikilli baráttu alls kyns réttindahópa. Það voru mikil átök í hinum vestræna heimi þar sem ríkjandi viðhorfum varð ekki svo auðveldlega þokað. Áttundi áratugurinn var að ganga í garð en það kom í hans hlut að vinna úr áhrifunum. „ÞAð ER SVOLÍTIL FORMLEYSA RÍKJANDI“ Það er skylda stúdenta að tryggja, svo sem í þeirra valdi stendur, að Háskólinn sé hvorki óvirtur í orði né verki. Það gera stúdentar m. a. með því að taka ekki þátt í óspektum eða mótmælaaðgerðum og fordæma slíkt athæfi.9 Svo segir í yfirlýsingu stjórnar Vöku (Félags lýðræðis- sinnaðra stúdenta) í júní 1968. Ástæða yfirlýsingarinnar voru stúdentaóeirðir sem áttu sér stað víða um hinn vestræ- na heim um þessar mundir. Ritstjóri Stúdentablaðsins greinir frá stöðu mála heima á Íslandi með eftirfarandi orðum: Í Háskóla Íslands gerist aldrei neitt. Engar hræringar, engar óeirðir, ekkert eggjakast. Menn horfa með aðdáun á rykið á Jóni Sigurðssyni; velta ef til vill svolítið vöngum yfir einkunnarorðum hússins: Vísindin efla alla dáð. [...] Aftur á móti vefst fyrir sumum, hvað orðið vísindi þýðir. Það er kannski von, því að húsbændurnir skilja það ekki heldur. [...] Og svo ef eitthvað gerist úti í hinum stóra heimi, til dæmis stúdentaóeirðir [...] þá safnast menn saman á göngum skólans totta sínar pípur, líta til lofts og dást að ísl- enzku steinsteyptu stuðlabergi [...] segja svo loks og draga seiminn: Hvaða læti eru þetta? [...] Menn laga á sér bindið, athuga hvort skyrtan er hrein og fín. Klapp á keis. Óeirðir? Kröfugöngur? Stríð í Vietnam! Ekki er öll vitleysan eins. [...] Í Háskóla Íslands gerist aldrei neitt. NATO eflir hér alla dáð.10 Á forsíðu Stúdentablaðsins frá apríl 1969 er sagt frá því á forsíðu að fjölmennur fundur stúdenta hafi samþykkt ályktun þar sem þeir lýsa „yfir fyllsta stuðningi við aðild Íslands að [Atlantshafs]bandalaginu.“11 Pólitísk róttækni var fjarri flestu æskufólki fram yfir miðjan 7. áratuginn. Heimdallur þótti vænlegasti vettvangurinn fram að því en þau viðhorf tóku nú að breytast. Vaxandi hópur ungs fólks missti trú á flokkakerfið og tók að aðhyllast óljósar umbótahugmyndir. „Pabba- pólitík“ varð að skammaryrði. Sérstaklega tók að bera á róttækni meðal mennta- og listaæskunnar. Hér sem annars staðar var æskan á þessum árum að sækja í sig veðrið sem þjóðfélagshópur. Sífellt fleiri sóttu nám auk þess sem námstíminn lengdist. Menn voru ekkert að flýta sér að verða fullorðnir heldur nutu þess lífsstíl sem æskan hafði komið sér upp.12 Með rokk- og síðan bítlaæðinu hafði æskan fundið sér kröftugan tjáningar- miðil. Unga fólkið tók í auknum mæli að storka þeim sem eldri voru með framkomu sinni, klæðaburði og hártísku. Í krafti aukinnar velmegunar var æskan sjálfstæðari en nokkru sinni fyrr og hún virtist ætla að njóta þess eins vel og lengi og kostur væri á.13 Með auknu sjálfstæði fór æskan að láta til sín taka í þjóðmálaumræðunni og hún tók til við að krefjast breytinga. Hin nýfengna samkennd unga fólksins leiddi óhjákvæmilega til aukins sjálfstrausts. Hinn breytti andi sem ríkti meðal æskunnar á þessum tíma kemur vel fram í viðtali við menntaskólakennara sem birtist í einu blaði mennta- skólanna 1970. Þar segir meðal annars: [F]ólk er miklu frjálslegra núna en það var, miklu opnara finnst mér, til dæmis held ég að samskipti nemenda séu allt öðru vísi en þau voru. Fólk var miklu þvingaðra. [...] Það sem mér finnst einkennandi fyrir þessa breytingu, sem mér finnst hafa orðið er, að þessi gömlu form eru afskaplega mikið á undanhaldi, það er að segja form á allri umgengni og félagslífi og öllu því sem fólk gerir yfirleitt. [...] [É]g held að þetta sé nokkurs konar millibilsástand núna. Það er svolítil Charles De Gaulle greiðir atkvæði í fose- takosningunum 1968 - tæpu ári síðar hafði hann sagt af sér. „Í Háskóla Íslands gerist aldrei neitt. Engar hræringar, engar óeirðir, ekkert eggjakast. Menn horfa með aðdáun á rykið á Jóni Sigurðssyni“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.