Sagnir - 01.06.1998, Side 69

Sagnir - 01.06.1998, Side 69
SAGNIR ‘ 98 68 Leifur Reynisson 19 18 - 1 99 8 vegna þess að hugsjónafólkið lenti ýmist úti á afvegum með uppreisn sína eða söðlaði um af ofstæki þess sem aðeins er fær um að sjá eina hlið á málum hverju sinni, eða er að mjaka einhverju í einhverja átt, svo enginn sér. Uppreisnargleðin hefur nú á annan áratug verið annars staðar - hægra megin. Krafturinn og sigurgleðin - vissan káta - hefur verið þeim megin þar sem menn trúa því að gróðavonin sé hreyfiafl framfaranna; að framfarirnar séu mældar í hagvexti; að sam- tak og framtak séu andorð.78 Þó svo ´68-kynslóðin sé ef til vill félagslega virkari en aðrir, svo vísað sé til orða Jóns Ásgeirs, er ekki að sjá að þeir sem höfðu sig mest í frammi meðal rót- tæklinganna séu nú við stjórnvölinn. Þar með er ekki sagt að núverandi ráðamenn séu af allt öðru sauðahúsi. Þeir hafa eflaust tilein- kað sér í einhverjum mæli þær frjálslyndiskröfur sem ´68-rót- tæklingarnir börðust fyrir. Þeir hafa alltént orðið að taka mið af þeim sjónarmiðum þar sem tíðarandinn hefur gert tilkall til þess. Má í því sambandi benda á að völd stjórnmálamanna eru langtum minni í dag en þá var vegna aukinnar vald- dreifingar og margbreytilegri hagsmuna. Ég lít því svo á að „yfirvaldið“ sé ekki eins óskorað í dag og áður. Forsjárhyggjan hefur í auknum mæli orðið að víkja fyrir frjálslyndi. Það liggur vissulega ljóst fyrir að hörðustu róttækl- ingarnir náðu ekki að knýja fram þær grundvallabreytingar sem þeir höfðu hug á eftir sósíalískum eða kommúnískum leiðum. Er það að vonum þar sem fæstir hinna róttæku höfðu áhuga á þeirri múlbindingu sem þær hugmyndir buðu upp á. Það er ekki auðvelt að greina orsakir þeirrar sam- félagsþróunar sem orðið hefur síðan ´68 var og hét. Mestu máli skiptir þó að 68-kynslóðin sem alin var upp við mjög einsleita heimsmynd gerði uppreisn gegn valdinu með þeirri afleiðingu að öll viðtekin gildi eru nú frekar dregin í efa en áður. Það hefur aftur leitt til fjölskrúðugra mannlífs þar sem umburðarlyndi hefur aukist. Það er ekki eins varhugavert að vera öðruvísi lengur. Æskan er frjálslegri og félagslegri í fasi. Í þessu sambandi má vísa til ´68 Hugarflug úr viðjum vanans þar sem því er haldið fram að ´68-uppreisnin hafi í víðasta skilningi verið „uppgjör við löngu staðnaða menningarlega og pólitíska yfirbyggingu samfélagsins“, auk þess sem hún hafi gert dægurmenningu alþýðunnar að fjölda- menningu.79 Ég lít svo á að bókarhöfundum hafi tekist að reifa kjarna málsins með þeim ummælum þó sú bók sé annars fremur brokkgengur minnisvarði ´68-kynslóðarinnar. Meginmálið er að með ´68-kynslóðinni er fólk ekki tilbúið að láta segja sér fyrir verkum á sama hátt og áður. Menningin á að koma að neðan frá fólkinu. Það er ekki menningarpostula að skapa þjóðinni umgjörð. Menn höfnuðu aftur á móti ýmsum ódýrum lausnum 68-kynslóðarinnar. Þjóðskipulaginu verður ekki breytt og menn vilja ekki segja skilið við neyslu- menninguna. Krafan í dag er umbætur innan ramma nú- verandi þjóðskipulags. Menn hafa áttað sig á því að án markaðarins fær sú menningarflóra ekki þrifist sem aukið frjálslyndi gerir kröfu til. Stjórnmálamönnum er hins vegar veitt mikið meira aðhald en áður þekktist. Með frjálsari fjöl- miðlun hafa skoðanaskipti orðið opnari og beinskeyttari. Sú samfélagsmynd sem blasir við í dag er menningar- leg fjölhyggja sem í sinni ýktustu mynd leiðir til algerrar afstæðishyggju. Í efnahags- og stjórnmálum virðast menn hins vegar hafa komist á snoðir um fremur algildar lausnir. Aukin velmegun hefur leitt til sterkari einstaklingshyggju sem gerir aftur kröfu til fjölbreytilegrar afþreyingar. ´68-kynslóðin lagði vissulega mikið upp úr því að njóta lífsins enda hefur það eflaust verið helsta ástæðan fyrir baráttu hennar. Slík barátta hlýtur alltaf að eiga rétt á sér svo framarlega sem heiðarlegum aðferðum er beitt. Við erum ekki frjáls þjóð í sjálfstæðu landi nema hvert og eitt okkar eigi jafnan rétt til þess sem lífið býður upp á. Hver og einn vill jú skapa sér sína eigin hamingju án tilskipana frá öðrum. Ég lít því svo á að barátta ´68-kynslóðarinnar hafi í Ráðstefna herstöðvaandstæðinga í Félagsheimili stúdenta, desember 1973. Fyrir miðju er Ólafur Ragnar Grímsson. Mestu máli skiptir þó að 68- kynslóðin sem alin var upp við mjög einsleita heimsmynd gerði uppreisn gegn valdinu með þeirri afleiðingu að öll viðtekin gildi eru nú frekar dregin í efa en áður.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.