Sagnir - 01.06.1998, Page 73

Sagnir - 01.06.1998, Page 73
heltekinn af nýju áhugamáli. Þá fór ég að lesa sögu Íslands og fannst það mjög spennandi. Aðdragandinn var sá að ég rakst á Njálu í bókabúð í Frakklandi fyrir algjöra tilviljun! Vissir þú ekkert um Ísland á þeim tíma? Nei, ekki neitt! Mér hafði alltaf fundist gaman að lesa sögu miðalda og heillaðist þess vegna af Njálu, sem er ennþá uppáhalds Íslendingasagan mín. Nokkrum árum síðar hafði ég tök á að millilenda á Íslandi á leið minni frá Bandaríkjunum til Frakklands þar sem ég hugðist heilsa upp á frændfólk. Þá var ég 25 ára gamall og ætlaði kannski að stoppa hér í um það bil eina viku. Eftir eitt ár var ég hér enn! Ég kyntist konu í Reykjavík sem vann í háskólabóka- safninu og varð úr að ég fór í vinnu til foreldra hennar. Þannig atvikaðist það að ég réði mig sem smala á Stóruborg í Vesturhópi og Gauksmýri, rétt hjá Hvammstanga. Á þeim tíma ríkti þar einkennilegt ástand. Flest ungt fólk hafði farið til Reykjavíkur og því nær eingöngu eldra fólk á bónda- bænum. Ungan mann vantaði til vinnu og ég gekk í flest öll störf á bænum og hafði gaman af. Ég lærði mjög mikið, var fljótur að ná tökum á íslensku því enginn kunni orð í ensku. Ég man eftir því að ég kunni ekki stakt orð í íslensku er ég lenti í Keflavík. Mér fannst líka mjög mikilvægt að fá til- finningu fyrir íslensku sveitalífi að fornu og nýju. Maður fer ósjálfrátt að hugsa um liðna tíma í slíku umhverfi. Bændurnir voru af kynslóð sem alin var upp á öðrum og þriðja áratugnum. Þeir bjuggu einfaldlega allt öðruvísi en gert er í dag. Fyrir mér var þetta eins og að fara allt aftur til miðalda. Ég át súrt folaldakjöt og man enn eftir bragðinu, því gleymirðu aldrei! Þegar ég var í Frakklandi þótti kræklingur herramanns- matur en hér drápust menn fyrr úr hungri en að leggja sér slíka fæðu til munns. Mikilvægast var hins vegar að ég lærði að vinna með Íslendingum, nokkuð sem gengur enn mjög vel. Það var ákveðinn samskiptamáti sem maður þurfti að komast inn í og snar þáttur hans var sagnahefðin. Þó að bændur sætu á hest- baki kváðu þeir annaðhvort rímur eða sögðu sögur. Svo kom vitanlega röðin að mér. Ég þurfti líka að segja sögur og þá var vinsælast að heyra frá fjölskyldu minni í Bandaríkjunum. Ég fann sterklega fyrir því að allt sem var sagt og skrif- að þurfti að vera í ákveðnu samhengi við umhverfi og sam- félag, eða eins og sagt er á ensku „socially reasonable“. Raunsæið þarf að skína í gegn í bland við hið óraunverulega. Heimamenn sögðu mér heilu Íslendingasögurnar, enda var oft nægur tími á meðan við vorum að smala. Þar kviknaði svo hugmyndin að bókinni Feud. Varstu strax meðvitaður um sérstöðu og gildi Íslendingasagna? Já, mér fannst þær gefa mynd af því sem í mannfræðinni nefnist útbreiðslusamfélag, „frontier society“ á ensku. Ég hafði nýlokið B.A.-prófi í sagnfræði, mannfræði og frönsku, en hafði enga reynslu í að lesa slíka texta. Þessu átti ég eftir að kynnast betur í framhaldsnáminu. Þá einkum í bókinni The First New Society eftir Richard F. Tomasson. Þetta er ein af merkilegastu bókum sem skrifaðar hafa verið um íslenskt samfélag. Höfundurinn er af norskum uppruna og skrifaði verkið á áttunda áratugnum. Bókin hefur sennilega að geyma fyrstu félagsfræðilegu úttektina á þessu þjóðfélagi. Tomasson greindi frá hvernig íslenskt samfélag er lagskipt og hvernig átök í heimalandi landnema viðhéldust í nýju umhverfi. Hann var harðlega gagnrýndur á sínum tíma en ef ég tala við íslenska félagsfræðinga í dag, þá virðast þeir hafa tekið hann að nokkru í sátt. Kaflinn um miðaldir var ekki nema 30 síður og Tomasson afgreiddi mörg hitamál í íslenskri fræðimennsku í stuttu máli. Eitt það stærsta er tregðan við að skilgreina þetta lýðræðisfyrirkomu- lag, „proto-democratic society“, sem ríkti hér á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Tomasson hafði mikil áhrif á mig. Síðar þegar ég hóf doktorsnám við Harvard voru Einar Haugen og Albert Lord kennarar mínir. Lord hafði verið í Svartfjallalandi á fjórða áratugnum og þekkti vel til munn- legrar geymdar út frá kenningum mannfræðinnar. Það sem ég hafði lært hér á Íslandi féll mjög vel að skoðunum hans. Lord hafði að vísu meiri áhuga á kvæðum og hafði uppi kenningar um hvernig svona heimildir urðu til. Um hvað fjallaði doktorsrit- gerðin þín? Hún heitir „The Wealth and Power of the Saga Chieftains.“ Fljótlega tók ég eftir því að kenningar mínar féllu í grýttan jarðveg. Flestir voru andsnúnir þeirri viðleitni minni að reyna að lesa félagsleg tákn eða minni úr Íslendingasögum. Þetta væru bókmenntaverk, skáld- skapur. Þessi andstaða var ekki einvörðungu fyrir hendi á Íslandi. Í Bandaríkjunum höfðu fræðimenn á borð við Theodore M. Andersson og Carol J. Clover fjallað um Íslendingasögur sem bókmenntir. Margir voru ósáttir við hina félagsfræðilegu slagsíðu í bókinni Feud. Hún kom út árið 1982 og þessari andstöðu mæti ég enn. Raunar átti ég mjög auðvelt með að fá lærifeður mína til að fallast á eins lítið samfélag og Ísland sem rannsóknarverkefni. Ég var svo heppinn að bæði Einar Haugen og Albert Lord voru virtir í sínu fagi og ég SAGNIR ‘ 98 72 „Samvinna er lykilatriði í sagnfræði“ Fyrir mér var þetta eins og að fara allt aftur til miðalda. Ég át súrt folaldakjöt og man enn eftir bragðinu, því gleymirðu aldrei!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.