Sagnir - 01.06.1998, Síða 78

Sagnir - 01.06.1998, Síða 78
Tæpast er ágreiningur um það í háskólum að hægt sé að kenna vísindalegar aðferðir; annars yrði lítið eftir af hlutverki háskóla. Túlkandi listir kenna menn líka, söng og leiklist. Skapandi listir eru víða kenndar í háskólum og listaskólum. Ætli það sé ekki orðið lítið um að menn láti verulega að sér kveða í tónsmíðum eða myndlistum fyrr en þeir hafa setið í námsstofnun í þessum greinum? Minna hefur verið um að ritlist væri kennd í stofnunum, þótt það sé nú víða gert, og hafi meðal annars verið gert í Háskóla Íslands. Verulegur og vaxandi hluti rithöfunda hefur nú að baki háskólanám í bókmenntafræði, sem gengur óhjákvæmi- lega mikið út á framsetningaraðferðir texta. Auk þess mun sá maður vandfundinn sem efast um að skáldskaparlist þjálfist og þroskist við æfingu, samræður og gagnrýni, og þá er þar komin svipuð starfsemi og tíðkast í góðu háskólanámi, þótt hún fari fram í heimahúsum, kaffihúsum, á netinu eða í tíma- ritum. Þegar þetta er haft í huga kann að virðast út í hött að spyrja spurningarinnar sem stendur hér í fyrirsögn. Sumir halda því fram að sagn- fræði sé í eðli sínu rétt eins og hver önnur vísindagrein. Aðrir telja hana meira í ætt við listir. Enn aðrir sjá hana sem einhvers konar millistig, blöndu, eða æðri einingu vísinda og listar.1 Hvað sem við höldum um eðli sagnfræðinnar í samanburði við aðra menningarstarfsemi væri í meira lagi undarlegt ef hún hefði þá sérstöðu að ekki væri hægt að kenna framsetningu hennar. Ég mundi heldur ekki skrifa grein með þessari fyrirsögn ef ég hefði ekki iðulega heyrt þeirri skoðun hreyft í sagnfræðiskor Háskóla Íslands, bæði meðal kennara og stúdenta, að hæfnin til að setja sagnfræði fram væri ókennsluhæf. Framsetning er stíll og stíll er einstaklings- bundinn, segja menn. Aldrei er hægt að sanna að ein fram- setningaraðferð sé annarri betri, og þá er heldur ekki hægt að leiðbeina um framsetningaraðferðir. TILRAUN TIL FRAMSETNINGARKENNSLU Ég held að ég hafi það rétt eftir að þetta hafi verið ein helsta röksemdin þegar námskeiðið Aðferðir II í sagnfræði var lagt niður veturinn 1993-94 og sá hluti þess sem snerist um fram- setningu fluttur út úr kjarna sagnfræðinámsins.2 Aðferðir II höfðu verið teknar upp í námsskipunarreglur árið 1982 og kenndar í fyrsta sinn á vormisseri 1984, enda var námskeiðið ekki ætlað nemendum fyrr en á öðru eða þriðja námsári.3 Í upphafi snerust tveir þriðju hlutar þess, miðað við kennslu- stundafjölda, um „markmið sagnfræði og miðlun sögulegs efnis. [...] stefnu- markandi rit um aðferðir og mark- mið, [...] um sögukennslu, sýnishorn sagnfræðitexta greind og rædd, æft að skrifa sögu fyrir alþýðlegan vettvang (börn).“ Þriðjungur snerist um „talnanotkun og skyld efni (tölfræði, gröf, landaurareikninga, fólksfjöldafræði).“4 Síðan tók námskeiðið minni háttar breytingum. Þegar það var kennt síðast, á haustmisseri 1993, var því formlega skipt í þrjá jafngilda þætti, „miðlun sögulegs efnis“, „söguheimspeki“ og „talnanotkun og lýsandi tölfræði“.5 Sagnir 19 (1998) SAGNIR ‘ 9877 Gunnar Karlsson: Er hægt að kenna sagnfræðilega framsetningu? Hvað sem við höldum um eðli sagnfræðinnar í samanburði við aðra menningarstarfsemi væri í meira lagi undarlegt ef hún hefði þá sérstöðu að ekki væri hægt að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.