Sagnir - 01.06.1998, Síða 81

Sagnir - 01.06.1998, Síða 81
skiljanleg, kannski ekki endilega auðskilin, en þannig að unnt sé að skilja hana. Allir hljóta því að fallast á að þörf sé á að kunna eitthvað til fram- setningar. Í þessari kröfu býr meira en virðast kann í fyrstu, því að það sem er skiljanlegt einum er óskiljanlegt öðrum. Í kröf- unni um að skrifa skiljan- lega felst því að kunna að ímynda sér vettvang, viðtakendur af ákveðnu tagi, og skrifa við hæfi hans. En umfram þennan litla samnef- nara okkar allra, að vilja hafa texta skiljanlegan, ætla ég að beina mínu máli að nokkru leyti til þeirra sem eru mér sammála um að það sé, og eigi að halda áfram að vera, manninum inngróið að gera umhverfi sitt fagurt eftir megni. Samkvæmt þeirri kröfu á sögulegur texti að vera skýr og ljós – nema menn þykist geta skapað meiri fegurð með hömlum á skýrleika, eins og raunar er algengt í skáldskap. Að jafnaði á texti að forðast endurtekningar, nema þær auki skýrleika, hjálpi til að leggja áherslu eða þjóni ein- hverju öðru markmiði. Sé unnt að gera texta ánægjulegri fyrir lesendur með því að skrifa hann skemmtilega, fyndið eða með sjaldgæfu orðavali, þá ber að gera það. Í þessu felst umfram allt það að sagnfræðingar velji framsetningarleiðir meðvitað. Röð efnisatriða, setninga- skipun, orð, valið á milli þess að lýsa í frásögn eða í töflum og skýringarmyndum, um allt þetta ber að taka meðvitaðar ákvarðanir með markmið í huga. Allir sem semja sögu beita einhverri framsetningu; að kunna framsetningu er umfram allt að hafa meðvitund um þá framsetningu sem þeir beita. Þetta eru frumatriðin um framsetningarnám. Svo getum við kannski þokað okkur áfram svolitlu lengra. Ég á bágt með að trúa því að smekkur um fræðilega framsetningu sé svo miklu einstaklingsbundnari en um viðurkenndar fagrar listir að hún ein rúmist ekki í einhvers konar kennslu. NÁNAR UM TÆKNI OG SKAPANDI IðJU Það er ekki til nein ein rétt leið til að stunda vísindi, mála málverk eða yrkja ljóð. Vísindi og list eiga það sameiginlegt að vera í eðli sínu leit að nýjum leiðum til að ná nýjum áhrif- um. Þetta á við um sagnfræðilega framsetningu. Hún lærist ekki með því að fylgja forskrift, enda væri það í beinni mót- sögn við hið listræna í framsetningu að ætla henni að lúta ákveðnum forskriftum.12 Gerólíkar framsetningarleiðir kunna að vera jafngóðar. Sumir höfundar geta gert sumu efni góð skil fyrir suma lesendur með því að skrifa það sem oft er kallað þurr texti, enda kynni ljóð sem væri samið með hliðstæða viðleitni í huga að vera kallað hnitmiðað og knappt, fullkomið í formi, engu orði ofaukið. Í öðrum tilvikum má ná áhrifum með því að útmála dálítið, rétt eins og líka er hægt að yrkja góð ljóð án þess að þau séu hnitmiðuð og knöpp. Aftur á móti virðist næsta augljóst að sumu efni hæfir framsetning af ákveðnu tagi. Fáum mundi til dæmis þykja vel fram settar upplýsingar sem rúmast í tveimur línum (auk dálkahöfða) í Hagskinnu,13 ef þær væru skrifaðar svona: Fyrsta desember árið 1950 voru Íslendin- gar allir 143.973. Karlar voru þá 72.249, en konur 71.724. Það merkir að 1.000 karlar og sjö betur voru á móti hverjum 1.000 konum. Árleg fólksfjölgun var þá 1,71%. Víkur nú sögunni til ársins 1960. Það ár, líka fyrsta desember, voru Íslendingar komnir upp í 175.680. Þá voru karlar 88.693 en konur ekki nema 86.987, þannig að nú voru 1.020 karlar á móti hverjum 1.000 konum. Loks má geta þess að fyrsta desember 1960 var árleg fólksfjölgun Íslendinga talin 2,01%. Á hinn bóginn væri erfitt að hugsa sér efnið í bók Þórunnar Valdimarsdóttur um Snorra á Húsafelli í töfluformi Hagskinnu.14 En hér er ég að taka dæmi af öfgatilfelli; töl- fræðihandbók er auðvitað sérkennilegt sagnfræðirit, og efnis- val þess markast að verulegu leyti af forminu. Mergurinn málsins er sá að afar fátt gagnlegt um framsetningu verður sett fram í forskrifuðum reglum. Hins vegar býst ég við að oft sé hægt að ná talsverðri samstöðu um það eftir á hvaða fram- setning sé vel heppnuð og hver miður, svipað og bókmennta- sögumenn eru venjulega að verulegu leyti sammála um það á hverjum tíma hvaða ljóð eigi helst að velja í sýnisbækur. Það er einkum þetta takmarkaleysi möguleikanna sem skilur framsetningu frá tækni. Sum tæknileg verk er augljós- lega best að gera á einn ákveðinn hátt; best er að læra að finna fróðleik þannig að það taki sem minnstan tíma og skili sem öruggustum árangri. Þar vegast bara á tvær kröfur, um hraða og öryggi, og þá er tiltölulega einfalt úrlausnarefni að miðla málum á milli þeirra, eftir aðstæðum og tilgangi leitarinnar hverju sinni. Eins er sýnilega hagkvæmt að skrá rit á sama orðið í tilvísunum og í heimildaskrá. Ef við vísum á Hagskinnu neðanmáls með því að skrifa titil og blaðsíðutal, þá gerum við lesendum okkar augljósan óleik með því að skrá ritið og raða í stafrófsröð í heimildaskrá eftir nafni ritstjóra. Önnur tækniverk geta skilað jafngóðum árangri með óteljandi margvíslegum aðferðum. Þá má venjulega færa rök að því að SAGNIR ‘ 98 80 Er hægt að kenna sagnfræðilega framsetningu? 0 100.000 200.000 1950 143973 71724 72249 1960 175680 86987 88693 Alls Konur Karlar Vísindi og list eiga það sameiginlegt að vera í eðli sínu leit að nýjum leiðum til að ná nýjum áhrifum. Þetta á við um sagn- fræðilega framsetningu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.