Sagnir - 01.06.1998, Síða 88

Sagnir - 01.06.1998, Síða 88
SAGNIR ‘ 98 síðan eftir aðstoð Árna og Páls við að ná rétti sínum gegn lögmanni og var það tekið fyrir á Alþingi 1706. Páll Vídalín átti að dæma en Gottrup taldi Pál vanhæfan þar sem hann væri ákærandi. Páll bað þá lögréttumenn að gefa sitt álit og bauðst svo til að leggja fram sitt mat. Aðeins þrír lögréttumenn dæmdu með Páli í málinu. Hinir skoruðust undan og báru því við að þegar málið hafi verið tekið fyrir hefðu svo fáir verið innan vébanda að þeir töldu sig ekki skylduga til að taka málið fyrir. Dómar fóru þannig að Brynjólfur var leystur undan öllum áburði lögmanns. Ekki þótti sannað að nautið hefði verið illa fóðrað. Hálfur mánuður leið þar til tarfinum var slátrað og gat hann hvort sem var batnað eða versnað á þeim tíma. Hvað tollinum viðkom vissu lögréttumenn engin dæmi um að eigendur tarfa sem voru í fóðri hefðu krafist reiknings fyrir leigu á þeim. Eftir öllum málsatvikum dæmdu þeir bæði Sigurð Einarsson og Gottrup til að greiða Brynjólfi bætur, Sigurð fyrir óljósa dóma og lögmann fyrir svigurmæli í garð Brynjólfs.26 Á sama þingi árið 1706 var lesið í lögréttu bréf frá Gottrup lög- manni þar sem hann mótmælti málsmeðferð í máli Þorláks Ólafs- sonar, bónda í Forsæludal. Þorlákur hafði hvorki greitt leigur né land- skuld eftir ábýlisjörð sína og fyrir þá sök byggði Gottrup honum út. Á héraðsþingi í Ási árið 1705 hafði Sigurður Einarsson dæmt Þorlák til að greiða ellefu marka sekt á landsvísu.27 Þessu vildi Þorlákur ekki una. Müller amtmaður blandaði sér í málið, gegn lögum að mati Gottrups. Amtmaður lét taka málið fyrir í lögréttu árið 1705 og dæma í því meðan Gottrup var í Kaupmannahöfn. Sigurður Björnsson lögmaður neitaði að dæma í málinu að Gottrup fjarstöddum. Páll Vídalín tók þá við og kom á sáttum milli Sigurðar Einarssonar og Þorláks Ólafssonar. Sekt bóndans var felld niður en Sigurður Einarsson varð að greiða Þorláki tvö hundruð á landsvísu vegna kostnaðar sem hann hafði haft af málinu. Þessa sáttargjörð neitaði Gottrup að samþykkja því að sektin átti að renna til konungs og með niðurfellingu sektarin- nar var verið að hafa fé af hans hátign. Jafnframt neitaði Gottrup að samþykkja allar aðrar „for- líkanir“ sem Páll hafði gert í málum hans að sér fjarstöddum.28 Gottrup skrifaði til Rentukammers 23. júlí 1706 og kvartaði yfir þeim órétti sem hann væri beittur af Müller amtmanni og Páli Vídalín. Ástæðuna sagði hann vera persónulega óvild og hatur amtmannsins í sinn garð.29 GOTTRUP OG EKKJURNAR Fljótlega skiptu Árni og Páll nokkuð með sér verkum varðandi þau störf sem þeim voru falin í tengslum við jarðabókargerðina. Árni sinnti mest bréfaskriftum og kvörtunum almúgans en Páll ferðaðist um og skráði jarðir. Heima í héraði var Páll þó fús til að hlýða á kvartanir Húnvetninga. Tvær ekkjur gáfu vitnisburð um samskipti sín við Gottrup lögmann og umboðsmenn hans heima hjá Páli varalögmanni í Víðidalstungu. Ófögur er lýsing ekkjunnar Ingibjargar Pálsdóttur á viðskiptum hennar við Gottrup og umboðsmenn hans, sem skráð var eftir henni 17. janúar 1703. Ingibjörg leigði hálfa jörðina Miðhús í Neðra Vatnsdalshreppi og sagðist hafa tekið jörðina í votta viðurvist heima af Gottrup í stofunni á Þingeyrum árið 1700. Hún skilaði leigum til lögmanns en þá stóðu eftir 60 fiskar af landskuld. Næsta vetur áttu Ingibjörg og synir hennar við veikindi að stríða svo að lítið gekk því að ná heim útheyi sem hún átti á engjunum. Af þessum sökum varð heylaust hjá þeim í þriðju viku góu og báðar leigukýrnar urðu síðbærar. Ingibjörg leitaði á náðir lögmanns og bað hann að láta sig hafa snemmbæra kú í skiptum fyrir aðra síðbæruna. Lögmaður lofaði því ekki, en á Mikjálsmessu var henni send geldmjólk kýr frá Hnausum sem mjólkaði mörk í mál, en í staðinn tekin önnur síðbæran sem þá mjólkaði 4 merkur í mál. Þegar heylaust varð hjá henni geltust báðar kýrnar. Þegar hér var komið sögu komu nokkrir sendimenn lögmanns og tóku kúgildin í burtu, þessar tvær kýr og 6 ær og að auki eina á og tvo gemlinga. Ekki afhenti hún eða synir hennar gripina. Ingibjörg sat nú áfram á jörðinni. Nokkru fyrir fardaga komu hreppstjórar og lögsagnari og heimtuðu af henni landskuldina. Hún svaraði að ekki væru enn komnir fardagar, en þá skyldi hún fara til lögmanns og greiða skuldina sem eftir stóð hjá henni. Einnig hafði Ingibjörg 20 pör sokka sem hún ætlaði sem greiðslu upp í skuldir sínar. Þeir sögðu þá ógilda og neituðu að taka við þeim. Mennirnir létu nú greipar sópa og tóku allt nýtilegt, brutu upp kistu og tóku úr henni það sem þeim leist á. Flestir umboðsmanna 87 Guðrún Bjarnadóttir Friðrik IV Stiftamtmaður U.C. Gyldenlöve Amtmaður Christian Müller Landfógeti Páll Beyer 2 lögmenn Sigurður Björnsson og Lauritz Gottrup Í D an m ö rku Á Íslan d i Valdapýramíðinn í stjórnkerfinu 1705 Ófögur er lýsing ekkjunnar Ingibjargar Pálsdóttur á viðskiptum hennar við Gottrup og umboðsmenn hans
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.