Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Page 7
Aðfararorð
Með riti þessu rætist langþráður draumur. Hafin er útgáfa Ritraðar
Guðfræðistoíhunar, Studia Theologica Islandica. Stefnt verður að því að
reyna að gefa út eitt eða fleiri rit árlega, eftir því sem efni standa til, en
fjárhagur mun ráða mestu um útgáfuna.
Frá því Guðfræðistofnun Háskóla íslands var komið á fót árið 1975,
hefur verið ofarlega á verkefhalista hennar að hefja útgáfu ritraðar, þar
sem hægt væri að birta guðfræðilegar ritgjörðir og greinar, bæði eftir
kennara deildarinnar og aðra guðfræðinga. Sökum fjárskorts hefur þessi
útgáfa ekki getað hafizt fyrr en nú.
Þegar liggur fyrir efni í næstu hefti Ritraðarinnar. í næsta hefti
verða birt erindi frá Námsstefinu um sálmafræði, sem haldin var dagana
27.-29. september s.l. Þriðja heftið mun væntanlega fjalla um niðurstöður
könnunar um trúarlíf og trúarviðhorf íslendinga, sem gjörð var á vegum
dr. Bjöms Bjömssonar og dr. Péturs Péturssonar. Fjórða bindi mun
væntanlega birta ítarlega ritgjörð dr. Sigurðar Amar Steingrímssonar úr
Gamlatestamentis-fræðum. Loks er áformað að reyna að gefa út erindi
þau, sem haldin verða í málstofu Guðfræðistofnunar, sem komið var á fót
í haust.
Af þessu má sjá, að ekki er skortur á efni. Hitt ræður mestu um
framhald útgáfunnar, hveijar viðtökur hún fær hjá guðfræðingum og
öðm áhugafólki um guðfræði. Von vor er sú, að með Ritröð
guðfræðistofhunar, Studia Theologica Islandica, sé hafin útgáfa, sem megi
eflast og verða lyftistöng fyrir alla guðfræðilega umræðu á Islandi.
Ritstjóri.
5