Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Side 31

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Side 31
Bjöm Bjömsson HJÓNABANDIÐ OG FJÖLSKYLDAN Nokkrar tölfræðilegar upplýsingar og viðhorf Enn er mönnum í fersku minni könnun Hagvangs á gildismati og mannlegum viðhorfum íslendinga. Könnimin var gerð árið 1984 og vöktu niðurstöður hennar mikla athygli. Meðal þess sem hvað mest var tekið eftir var, hversu hamingjusamir íslendingar vom borið saman við aðrar þjóðir, en einnig hversu trúaðir þeir vom. Undirritaður gerði ásamt dr. Pétri Péturssyni athugun á trúarlega þættinum í könnun Hagvangs og birtust nokkrar niðurstöður úr þeirri athugun í Kirkjuritinu, 1. hefti 1986.1 Alls em það fjórir meginþættir, sem könnunin tekur til, þ.e. vinnan, fjölskyldan, trúin og að lokum þjóðfélagsmálin. Margvíslegan fróðleik er að fínna um hjónabandið og fjölskylduna og ýmis viðhorf, sem fylgja þessum málaflokki. Full ástæða er til að koma þessum fróðleik frekar á framfæri en orðið er. Það skal nú gert í eftirfarandi ritgerð. Þá kemur að góðu haldi sú vitneskja, sem aflað var með könnuninni á trúarlega þættinum. Því má ætla, að fyrir utan þær upplýsingar, sem fá má um fjölskylduna og hjónabandið, þá gefíst einnig tækifæri til að fá gleggri mynd af trúarþættinum með því að athuga samspil þessara tveggja þátta. Nú er það svo, að könnun Hagvangs er könnun á gildismati og viðhorfum eins og fyrr segir. Ætíð er áhugavert að íhuga tengsl á milli viðhorfa og veruleika. Það hyggst ég gera að nokkru leyti í eftirfarandi máli með því að birta tölulegar upplýsingar um hjúskapar- og fjölskyldumál og fara um þær nokkrum orðum. Verður í því sambandi gerður samanburður á íslandi og öðrum Norðurlandaþjóðum. A. Hjónabandið Ein leið til þess að meta stöðu hjónabandsins sem stofnunar í samfélaginu er að kanna hjúskapartíðnina, þ.e.a.s. hlutfallslegan fjölda hjónavígslna á tilteknu ári eða árabili. Sé fyrst litið á rauntölur og gerður samanburður á árlegum meðaltölum á fimm ára tímabili með tíu ára fresti, þá kemur eftirfarandi í ljós. Árlegt meðaltal hjónavígslna 1971-75 var 1730. Tíu ámm síðar 1981- 85 er þessi tala komin niður í 1344. Hjúskapartíðni mæld í hlutfallstölum var á þessum tveimur tímabilum sem hér segir: Til frekari samanburðar fylgja hér með tölur um önnur Norðurlönd, en bent er á, að þær tölur taka til tímabilsins 1981- 84. 29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.