Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Page 31
Bjöm Bjömsson
HJÓNABANDIÐ OG FJÖLSKYLDAN
Nokkrar tölfræðilegar upplýsingar og viðhorf
Enn er mönnum í fersku minni könnun Hagvangs á gildismati og
mannlegum viðhorfum íslendinga. Könnimin var gerð árið 1984 og vöktu
niðurstöður hennar mikla athygli. Meðal þess sem hvað mest var tekið
eftir var, hversu hamingjusamir íslendingar vom borið saman við aðrar
þjóðir, en einnig hversu trúaðir þeir vom.
Undirritaður gerði ásamt dr. Pétri Péturssyni athugun á trúarlega
þættinum í könnun Hagvangs og birtust nokkrar niðurstöður úr þeirri
athugun í Kirkjuritinu, 1. hefti 1986.1 Alls em það fjórir meginþættir,
sem könnunin tekur til, þ.e. vinnan, fjölskyldan, trúin og að lokum
þjóðfélagsmálin.
Margvíslegan fróðleik er að fínna um hjónabandið og fjölskylduna
og ýmis viðhorf, sem fylgja þessum málaflokki. Full ástæða er til að koma
þessum fróðleik frekar á framfæri en orðið er. Það skal nú gert í
eftirfarandi ritgerð. Þá kemur að góðu haldi sú vitneskja, sem aflað var
með könnuninni á trúarlega þættinum. Því má ætla, að fyrir utan þær
upplýsingar, sem fá má um fjölskylduna og hjónabandið, þá gefíst einnig
tækifæri til að fá gleggri mynd af trúarþættinum með því að athuga
samspil þessara tveggja þátta.
Nú er það svo, að könnun Hagvangs er könnun á gildismati og
viðhorfum eins og fyrr segir. Ætíð er áhugavert að íhuga tengsl á milli
viðhorfa og veruleika. Það hyggst ég gera að nokkru leyti í eftirfarandi
máli með því að birta tölulegar upplýsingar um hjúskapar- og
fjölskyldumál og fara um þær nokkrum orðum. Verður í því sambandi
gerður samanburður á íslandi og öðrum Norðurlandaþjóðum.
A. Hjónabandið
Ein leið til þess að meta stöðu hjónabandsins sem stofnunar í
samfélaginu er að kanna hjúskapartíðnina, þ.e.a.s. hlutfallslegan fjölda
hjónavígslna á tilteknu ári eða árabili.
Sé fyrst litið á rauntölur og gerður samanburður á árlegum
meðaltölum á fimm ára tímabili með tíu ára fresti, þá kemur eftirfarandi í
ljós. Árlegt meðaltal hjónavígslna 1971-75 var 1730. Tíu ámm síðar
1981- 85 er þessi tala komin niður í 1344.
Hjúskapartíðni mæld í hlutfallstölum var á þessum tveimur
tímabilum sem hér segir: Til frekari samanburðar fylgja hér með tölur
um önnur Norðurlönd, en bent er á, að þær tölur taka til tímabilsins 1981-
84.
29