Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Side 35

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Side 35
Hjónabandið og fjölskyldan Hvað stuðlar að farsælu hjónabandi? Til að afla frekari vitneskju um viðhorf til hjónabandsins var um það spurt, hvað menn teldu stuðla að farsælu hjónabandi. Ýmislegt var tilgreint, og fólk beðið að gefa til kynna, hvort það teldi viðkomandi atriði mjög mikilvægt, fremur mikilvægt eða ekki mjög mikilvægt í sambandi við velferð hjónabandsins. Efst á blaði var að virða og meta hvort annað, en 95% töldu það mjög mikilvægt. Meðaltala annarra Norðurlandaþjóða var 80%. Næst að mikilvægi kom að vera hvort öðru trú 91% (önnur Nl. 80%) ásamt skilningi og umburðarlyndi 90% (önnur Nl. 76%) og í fjórða lagi gott kynlíf 82% (önnur Nl. 60%). Böm koma síðar í fimmta sæti, en 70% svarenda telja þau mjög mikilvæg fyrir farsælt hjónaband (önnur Nl. 50%). Það vekur nokkra athygli, að íslendingar skera sig talsvert úr á meðal frændþjóðanna á Norðurlöndum. Og það vekur einnig athygli, að það em þau atriði, er undirstrika náið persónulegt samband á milli hjónanna, sem lang mestu máli skipta að mati fólks. Efnaleg gæði eins og viðunandi tekjur 34%, eða gott húsnæði 39%, em síður talin til máttarstólpa hjónabandsins. Sameiginlegar stiómmálaskoðanir var það atriði, sem menn töldu minnstu máli skipta um velferð hjónabandsins 3% . Sameiginleg viðhorf til trúmála em ekki talin skipta miklu máli, en þó mun meira en stjómmálaviðhorf, eða 20%. Nokkum mun má greina á afstöðu fólks eftir trúarviðhorfúm þess. Ekki er þess að vænta, þegar samstaða er mjög mikil, allt að 90%. En munurinn kemur skýrt í ljós t.d. í sambandi við eftirfarandi atriði: Sameiginleg viðhorf til trúmála skipta trúaða eðlilega mun meira máli en trúlausa, 43.6% „ákv. kristinna“ á móti 7.5% „trúlausra“. Þá virðist mikilvægi góðs kynlífs og bama vaxa með aukinni trú, 87.5% »ákv. kristinna“ telja gott kynlíf mjög mikilvægt, en 74.5% „trúlausra“. Og enn meiri munur er á þessum tveimur hópum varðandi mikilvægi bama fyrir farsælt hjónaband, eða 83% á móti 52%. Fjölmennu hópamir, „mikið trúaðir“ og „lítið trúaðir“, em einnig talsvert ólíkir hvað þetta snertir. 78% hinna fyrri telja böm mjög mikilvæg á móti 58% hinna síðari. Þar sem þessi grein fjallar öðrum þræði um trúarleg viðhorf má velta vöngum yfír því, hvort niðurstaðan um sameiginleg viðhorf til trúmála komi á óvart. Heildamiðurstaðan, að 20% svarenda telji þetta atriði mjög mikilvægt, gæti verið vísbending um lítinn áhuga á trúmálum, en þó er mun sennilegra, að hér segi til sín það umburðarlyndi í trúarefnum, er á margan hátt setur svip sinn á trúarlíf fslendinga. Sem fyrr segir kemur í ljós mikill munur á „ákv. kristnum“ og „trúlausum“ varðandi þessa spumingu. En það er einnig mikill munur á „mikið trúuðum“ og „lítið trúuðum“, séu allir taldir, sem telja sameiginleg viðhorf til trúmála „mjög mikilvæg" og „fremur mikilvæg“. Þá verða 33
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.