Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Síða 35
Hjónabandið og fjölskyldan
Hvað stuðlar að farsælu hjónabandi?
Til að afla frekari vitneskju um viðhorf til hjónabandsins var um það
spurt, hvað menn teldu stuðla að farsælu hjónabandi. Ýmislegt var
tilgreint, og fólk beðið að gefa til kynna, hvort það teldi viðkomandi atriði
mjög mikilvægt, fremur mikilvægt eða ekki mjög mikilvægt í sambandi
við velferð hjónabandsins.
Efst á blaði var að virða og meta hvort annað, en 95% töldu það mjög
mikilvægt. Meðaltala annarra Norðurlandaþjóða var 80%. Næst að
mikilvægi kom að vera hvort öðru trú 91% (önnur Nl. 80%) ásamt
skilningi og umburðarlyndi 90% (önnur Nl. 76%) og í fjórða lagi gott
kynlíf 82% (önnur Nl. 60%). Böm koma síðar í fimmta sæti, en 70%
svarenda telja þau mjög mikilvæg fyrir farsælt hjónaband (önnur Nl.
50%).
Það vekur nokkra athygli, að íslendingar skera sig talsvert úr á meðal
frændþjóðanna á Norðurlöndum. Og það vekur einnig athygli, að það em
þau atriði, er undirstrika náið persónulegt samband á milli hjónanna, sem
lang mestu máli skipta að mati fólks. Efnaleg gæði eins og viðunandi
tekjur 34%, eða gott húsnæði 39%, em síður talin til máttarstólpa
hjónabandsins.
Sameiginlegar stiómmálaskoðanir var það atriði, sem menn töldu
minnstu máli skipta um velferð hjónabandsins 3% . Sameiginleg viðhorf
til trúmála em ekki talin skipta miklu máli, en þó mun meira en
stjómmálaviðhorf, eða 20%.
Nokkum mun má greina á afstöðu fólks eftir trúarviðhorfúm þess.
Ekki er þess að vænta, þegar samstaða er mjög mikil, allt að 90%. En
munurinn kemur skýrt í ljós t.d. í sambandi við eftirfarandi atriði:
Sameiginleg viðhorf til trúmála skipta trúaða eðlilega mun meira
máli en trúlausa, 43.6% „ákv. kristinna“ á móti 7.5% „trúlausra“. Þá
virðist mikilvægi góðs kynlífs og bama vaxa með aukinni trú, 87.5%
»ákv. kristinna“ telja gott kynlíf mjög mikilvægt, en 74.5% „trúlausra“.
Og enn meiri munur er á þessum tveimur hópum varðandi mikilvægi
bama fyrir farsælt hjónaband, eða 83% á móti 52%. Fjölmennu hópamir,
„mikið trúaðir“ og „lítið trúaðir“, em einnig talsvert ólíkir hvað þetta
snertir. 78% hinna fyrri telja böm mjög mikilvæg á móti 58% hinna
síðari.
Þar sem þessi grein fjallar öðrum þræði um trúarleg viðhorf má
velta vöngum yfír því, hvort niðurstaðan um sameiginleg viðhorf til
trúmála komi á óvart. Heildamiðurstaðan, að 20% svarenda telji þetta
atriði mjög mikilvægt, gæti verið vísbending um lítinn áhuga á trúmálum,
en þó er mun sennilegra, að hér segi til sín það umburðarlyndi í
trúarefnum, er á margan hátt setur svip sinn á trúarlíf fslendinga. Sem
fyrr segir kemur í ljós mikill munur á „ákv. kristnum“ og „trúlausum“
varðandi þessa spumingu. En það er einnig mikill munur á „mikið
trúuðum“ og „lítið trúuðum“, séu allir taldir, sem telja sameiginleg
viðhorf til trúmála „mjög mikilvæg" og „fremur mikilvæg“. Þá verða
33