Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Qupperneq 36
Bjöm Bjömsson
hlutföllin sem hér segir: „Ákveðið kristnir“ 87%, „mikið trúaðir“ 71%,
„lítið trúaðir“ 40% og „trúlausir“ 30%. Hér koma í ljós skörp skil á milli
manna, þar sem berlega sést, að trúarleg viðhorf skipa þeim í vel
aftnarkaðar fylkingar. Séu þessar tölur hafðar til viðmiðunar kann það að
koma ýmsum á óvart, hversu trúarleg viðhorf eru í raun mikilvæg fyrir
mikinn fjölda manna, þegar spurt er um atriði er stuðli að farsæld
hjónabandsins.
B. Óvígð sambúð
Engum vafa er undirorpið, að mikil aukning hefur orðið á því
sambýlisformi, sem hér einu nafni er nefnt óvígð sambúð. Eins og fram er
komið varð 30% lækkun á hjúskapartíðni hér á landi á milli árabilanna
1971-75 og 1981-85. Viðlíka eða meiri lækkun hefúr orðið á öðmm
Norðurlöndum, þegar til lengri tíma er litið, þ.e. áratugurinn 1960-70
borinn saman við árin eftir 1980.
Ætla má, að lækkun á tíðni hjúskapar komi fram í hækkun á tíðni
óvígðrar sambúðar, þótt ekki sé um algjöra samsvömn að ræða. Það hefúr
einnig færst mikið í vöxt, að fólk kjósi að búa eitt, vera einyrkjar, með
bömum eða án.
Ýmissa upplýsinga má afla um óvígða sambúð með því að skoða tölur
um fæðingar bama utan hjónabands. Hlutfallsleg aukning þeirra fæðinga
hefur orðið mjög mikil hvarvetna á Norðurlöndum, og nú er svo komið,
að ekki er lengur til að dreifa þeirri algjöra sérstöðu, sem löngum hefur
einkennt íslendinga að þessu leyti. Á áratugnum 1961-70 var tala bama
fæddra utan hjónabands hér á landi 27.6%, Svíar komu næstir en þó víðs
fjarri með 14.4% og þá Danir með 10%. En nú er orðin á þessu mikil
breyting, sbr. eftirfarandi töflu.
Tafla 4.
Böm fædd utan hjónabands á Norðurlöndum 1971-75 og 1981-84
(Island 1981-85). Miðað við 100 lifandi fædda.
Danmörk: 1971-75: 17
1981-84: 39
Finnland: 1971-75: 8
1981-84: 14
ísland: 1971-75: 33
1981-85: 45
Noregur: 1971-75: 9
1981-84: 19
Svíþjóð: 1971-75: 28
1981-84: 43
34