Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Síða 45
Einar Sigurbjömsson
UM KRISTNA TRÚFRÆÐI
Trúfræði nefnist sú grein guðfræðinnar, þar sem fengist er við
túlkun á innihaldi kristinnar trúar. Er í trúfræðinni venjulega gengið út
frá vitnisburði kirkjunnar í sögunni, en frá því á 17. öld hefur hann
gengið undir heitinu „dogma“ (lærdómur), sem heitið „dogmatik“ er
dregið af. Er „dogmatik“ í raun lýsingarorð með nafnorðinu „theologia“,
svo að „theologia dogmatica“ má þýða með orðasambandinu
„fræðigreinin um vimisburð kirkjunnar". Trúfræðin gengur með öðmm
orðum út frá trúnni sem ytra fyrirbæri, skrifuðum menningarlegum og
félagslegum vitnisburði. Það má einmitt líkja trú við tungumálið og tala
um hana sem málkerfi. Trúin myndar ramma, sem fólk túlkar tilveru sína
út frá. Það er trúin, sem lætur fólki í té verkfærin til að skoða líf sitt með.
Undanfarið ár hef ég fengist við að skrifa trúfræði á íslensku, þar
sem gengið er út frá þessum forsendum og kom fyrsti hluti verksins út í
bráðabirgðaútgáfu í byrjun ársins 1987 í tveim heftum, sem heita:
Trúfræðiágrip I: Um sköpunina, og Trúfræðiágrip II: Um frelsunina.
Vannst mér ekki tími til að ljúka þriðja heftinu, sem heita á:
Trúfræðiágrip III: Um helgunina, en hef verið að vinna við það. Eins og
heiti heftanna bera með sér leitast ég við að ganga út frá fomkirkjulegu
játningunum, Postullegu trúarjámingunni og Níkeujátningunni, en styðst
auk þeirra við aðrar jámingar einkum þó Fræði Lúthers minni. Áður
hafði ég skrifað bók um upptök, þróun og merkingu játningarrita íslensku
þjóðkirkjunnar og er það bókin: Kirkjan játar. Jámingarrit íslensku
þjóðkirkjunnar (Reykjavík 1980). Er trúfræðin hugsuð sem sjálfstætt
framhald hennar. En auk trúarjáminganna leitast ég við að sýna fram á,
hvemig játningin myndar lifandi vimisburð á vömm fólks í sálmum og
bænum. Játning og „dogma“ em að mínu mati nánast samheiti. Þau rit,
sem ganga undir heitinu trúarjátningar, em mismunandi myndir hinnar
einu jámingar og sama er að segja um sálma og lofsöngva fólks. Jámingu
skilgreini ég á þessa leið:
Játning er merki, leiðarvísir, leiðbeining, kort. Sögulega séð er
hún vitnisburður kristinna manna um trú sína frá öndverðu.
Það er samhengi, rauður þráður í þeim vitnisburði, enda þótt
hann sé margbreytilegur og samhengið er af því, að kristinn
vimisburður á hverri tíð hvílir á ákveðinni forsendu, sem hægt
er að finna og hægt er að rekja. Sama forsenda hefur og mótað
lofsöng og tilbeiðslu kirkjunnar frá upphafi.
43