Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Síða 46
Einar Sigurbjömsson
Játning kirkjunnar hefur ákaft verið gagnrýnd í nútímanum líka
innan guðfræðinnar, en margir guðfræðingar hafa haldið fram, að
játningin skyggði á hinn raunvemlega kristindóm, sem væri að finna í
Biblíunni eins og hinir íhaldssömu segja eða í kenningu Jesú eins og hinir
frjálslyndu segja. Hafa af þeim sökum margir guðfræðingar haldið fram,
að til þess að túlka kristindóminn þurfi menn að ganga fordómalaust til
heimildanna í ritningunni og lesa út þaðan sannleika kristindómsins. Hafa
menn sett fram kröfima um játningarlausan (dogmulausan) kristindóm og
er þekktust hér á landi krafa svokallaðrar nýguðfræði um síðustu aldamót.
En krafan um játningarlausan kristindóm kemur ekki aðeins úr röðum
frjálslyndra, heldur og úr röðum trúarhópa, sem vilja vera óháðir gömlu,
skipulögðu kirkjunum. Meðal þeirra em hvítasunnumenn og aðventistar,
sem á alþjóðavettvangi nefha sig gjaman „non creedal churches“.
Það sem mælir gegn því, að hægt sé að tala um játningarlausan
kristindóm, er að kristin trú felur í sér ákveðna sjálfsvitund og
sjálfsskilning og er hvort tveggja bundið tilteknum sögulegum
raunveruleika. Kristin trú er að játa Jesú sem Krist og Drottin og sú
játning opnar þennan ákvæðna sjáífsskilning, sem birtist einmitt í játningu
kirkjunnar. Gmndvallarstef hennar er þetta:
Guð er sá sem hefur skapað allt.
í Syni sínum hefur hann frelsað heiminn.
í Heilögum anda kallar hann menn til samfélags við sig.
Þegar kristnir menn lofa Guð og ákalla byggist lofgjörðin á jámingunni:
Þú ert sá sem hefur skapað mig, frelsað og kallað.
Þegar krismir menn vitna um trú sína, byggist vimisburðurinn á
jámingunni:
Guð er sá sem hefur skapað allt, frelsað heiminn og kallar á alla
til samfélags við sig.
Þetta er vitnisburður kristinnar kirkju í játningu hennar. Jámingin er
með öðrum orðum ekki formúla til þess að hafa yfir, heldur er hún vísir
inn á veginn til lífsins. „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið,“ segir
Jesús. „Enginn kemur til Föðurins nema fyrir mig“ (Jh 14.6). Játningin
vísar á þann veg og er þannig leiðarmerki, en ekki vegurinn sjálfur.
Játningin mótar lífið
Hvemig kristin trú myndar málkerfi og kenningar hennar em reglur
til skilnings og túlkunar því málkerfi, kemur í ljós, þegar hugað er að
byggingu kristinnar jámingar. Hún er þrískipt. Aðalhluti hennar er
greinin um Jesú Krist (2.grein) og leiðir það af uppruna
trúarjámingarinnar í prédikun posmlanna, sem hafði líf, dauða og upprisu
44