Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Side 53
Jón Sveinbjömsson
LESTUR OG RITSKÝRING
Drög að aðferðafræði
Þrír meginþættir ritskýringar
Þegar lesa á texta þarf að taka tillit til þriggja meginþátta, sem
lesturinn felur í sér, og samspils þeirra.
í fyrsta lagi þarf að gera sér grein fyrir höfundi textans og aðstæðum
hans, en höfundur beitir textanum til þess að koma boðskap sínum til skila.
í öðru lagi þarf að gera sér grein fyrir textanum sjálfum, málfari
hans, byggingu og gerð, og hlutverki hans í þeim samfélögum þar sem
hann er notaður. Athuga ber að hugtakið „texti“ er ekki eingöngu bundið
við ritað mál. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir margbreytilegu
formi texta, ekki síst nú á tímum þegar hægt er að tala um byltingu í
fjölmiðlun. Texti er ekki aðeins prentað mál heldur einnig talað mál,
kvikmynd, hljóðsnælda, myndband, tölvuskífa — og fleiri form mætti
efalaust nefna.1
í þriðja lagi þarf að gera sér grein fyrir viðtakandanum, lesandanum
eða áheyrandanum og aðstæðum hans. Lesandinn tekur ekki aðeins við
textanum, heldur verður hann þátttakandi í textanum og notar hann til
samtals við aðra lesendur. Lesandinn er þannig á vissan hátt einnig
höfundur nýs texta sem hann skapar með því að nota texta sem er fyrir
hendi.2
Allir þessir meginþættir, höfundur, texti og lesandi, em í órofa
tengslum. Þeir verða ekki rýndir einir út af fyrir sig, heldur þarf að skoða
þá saman þegar texti er lesinn. Texti er ekki til án höfundar og viðtakanda.
Þegar texti er lesinn fer fram samspil þessara þátta. Textinn verður þá
fyrst raunvemlegur þegar tekið er við honum, þegar hann er lesinn eða á
hann hlýtt.
1 í þessu sambandi má benda á bókina The Oral and the Written Gospel, The
Hermeneuúcs of Speaking and Writing in the Synoptic Tradition, Mark, Paul, and Q
eftir Wemer H. Kelber — (Philadelphia: Fortress Press, 1983) og þær umræður sem
bókin hefur vakið. Sjá t.d. greinar í 39. bindi ritsins Semeia. Orality, Aurality and
Biblical Narrative (Society of Biblical Literature 1987).
2 í þessu sambandi má minnast á kenningar deconstructionista sbr. J. Culler, On
Deconstruction. Theory and Criticism after Structuralism, (Ithaca NY: Comell
University 1982); sjá einnig ýmsar greinir eftir amenska bókmenntafræðinginn J.
Hillis Miller.
51