Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Blaðsíða 58
Jón Sveinbjömsson
persónulýsingar og leggja orð í munn persónu sem hæfðu henni og öllum
aðstæðum. Til dæmis: Hvað myndi eiginmaður segja við konu sína þegar
hann væri að leggja í langferð eða hershöfðingi við hermenn sína þegar
mikil hætta steðjaði að. Stúdentar vom einnig æfðir í að semja ræður sem
nafngreindir menn hefðu getað haldið við ákveðin tækifæri.21
í „lýsingu“ (ekfrasis) vom stúdentar æfðir í að lýsa mönnum,
bardögum, landslagi, dýralífi á þann hátt að áheyrendur eða lesendur sæju
það fyrir hugskotssjónum sínum.22
I „þesis“ er fjallað um álitamál svo sem hvort rétt sé að giftast eða
ekki.23
Helstu þátttakendur í Progymnasmata em auk höfundar (sögumanns
og innbyggðs höfundar) og lesanda (áheyranda sögumanns og
innbyggðs lesanda):
1. Þeir sem sömdu æfingamar, völdu t.d. texta og gerðu úr honum
„khreiu“.
2. Þeir sem sömdu bókmenntatextana sem notaðir vom.
3. Þeir sem önnuðust kennslu stúdenta og kenndu þeim að beita
textum.
4. Stúdentar sem hugðust leggja stund á mælskulist.
5. Sögupersónumar í æfingarköflunum.
6. Almenningur.
Höfundur reynir að fá lesandann til þess að setja sig í spor
þátttakenda, sumpart í spor þeirra sem önnuðust kennslu stúdenta og fengu
þá til að iðka þessar æfingar og taka framfömm, sumpart í spor
stúdentanna sem hugðust leggja stund á mælskulist og þroska hæfni sína að
beita þessum æfíngum til þess að geta haft áhrif á aðra og sumpart í spor
persónanna í æfingunum. Höfundur skírskotar einnig til almenns álits
manna.
Veigamikill þáttur í þessu ferli virðist felast í að fá lesandann bæði til
þess að lifa sig sjálfan í spor annarra og fá aðra til þess að gera það sama.
Allt þetta bendir til þess hve fjölbreytt og öflugt bókmenntalífíð
hefur verið og hvers höfundur krafðist af áheyrandanum og lesandanum.
Þetta sýnir mátt hins ritaða og talaða máls í samfélaginu. Þegar
nútímamaður les rit frá þessum tímum er honum hollt að gera sér þetta
ljóst.
Fræðimenn hafa reynt að taka mið af þessum ritum og
bókmenntaskilgreiningu þeirra og kannað hvemig þau geti varpað ljósi á
21 vm, 5.
22 VII, 1-6.
23 XI, 1-2. Nánari kynning og þýðing á þessum æfingum bíður betri tíma. Sjá nánar:
Bonner, Educaúon, bls. 250 - 308; Kennedy, Greek Rhetoric, bls. 54-73.
56