Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Side 77

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Side 77
Er þörf á endurmati ísl. kirkjusögu hann hefði valið annan kost; þama hafði pólitík engin minnstu áhrif á gjörðir hans, ekki þá nema kirkjupólitíkin! Hitt er svo allt annað mál, að niðurlægingartímabil í sögu rómversk- kaþólsku kirkjunnar, sem hófst um sama leyti úti í heimi, leiddi einnig til kirkjulegrar hinignunar á íslandi eins og almennt á vesturlöndum. Þar við bættust drepsóttir, sem léku íslenzka þjóð grátt. Þá hefur saga siðbreytingarinnar á íslandi mjög orðið fyrir barðinu á þessari pólitísku sögutúlkim vegna þess, að þjóðlegt konungsvald, sem þá var í framsókn um alla Vestur- og Norður-Evrópu, notaði tækifærið til þess að sölsa undir sig sem mest af eignum og völdum kirkjunnar, er siðbót Lúthers tók að breiðast út. Margir sagnfræðingar hafa metið siðbreytingarmenn pólitískt og oft talið þá nánast leiguþý og handbendi óprúttins konungsvalds frelsi íslands til óþurftar, þegar þeir fylgdu trúarsannfæringu sinni; engu er líkara en menn haldi, að konungsvaldið hefði ekki náð að eflast, ef siðbót Lúthers hefði ekki komið til. Slík ályktun er næsta bamaleg, að ekki sé meira sagt; efling þjóðlegs konungsvalds í Evrópu hófst í kjölfar upplausnar miðaldaþjóðfélagsins, er borgir tóku að eflast og viðskipti jukust milli héraða og þjóða. Fjölþjóðleg viðskipti krefjast friðar og réttaröryggis, upplausnar lénsskipulagsins og eflingar konungsvaldsins; það er engin tilviljun, að einmitt borgarastéttin varð öflugasti bandamaður konungsvaldsins. Þessi þróun hefði alls ekki orðið stöðvuð, þótt siðbót Lúthers hefði ekki komið til; hitt er jafnljóst, að óprúttið konungsvald sá sér oft leik á borði að gjörast fylgjandi siðbótinni til þess að brjóta á bak aftur fjölþjóðlegt vald rómversk-kaþólsku kirkjunnar og komast yfír hluta af eignum hennar. Við ættum að geta orðið sammála um, að einstaklingar og hreyfíngar hljóta fyrst og fremst að verða dæmdar út frá eigin tilgangi og stefhumiði, en ekki aðeins út frá því, hvort einhverjum tekst að misnota þær sér til framdráttar. Þegar við metum gang sögunnar, verðum við af fremsta megni að reyna að setja okkur inn í aðstæður sögupersónanna og dæma þær út frá samtíð þeirra sjálfra; okkur hættir oft um of til þess að dæma liðna tíð út frá sjónarmiði okkar sjálfra í nútímanum. Þá er hollt að muna, að komandi kynslóðir eiga eftir að kveða upp dóm sinn yfir okkur; ætli okkur þætti þá ekki ósanngjamt að verða metin út frá forsendum 21. eða 22. aldar, sem við alls ekki vitum nú, hverjar mimi verða? Danska konungsvaldið notaði tækifærið til þess að auka völd sín hérlendis í kjölfar siðbreytingarinnar; henni var komið á með ytra valdboði, án þess að jarðvegurinn hefði verið nægilega undirbúinn fyrir hinar nýju kenningar. Það er þó staðreynd engu að síður, að forsögu siðbreytingarinnar á íslandi svipar um margt til sögu annarra þjóða í norðanverðri álfunni. Flestir forgöngumenn siðbreytingarinnar vora úr hópi lærðustu manna íslenzkra á sinni tíð, sem sumir höfðu stundað nám erlendis um lengri eða 75
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.