Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Síða 93

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Síða 93
Nýjatestamentisfæði áfangar og viðfangsefni a) Rannsóknir á grísku Nýja testamentisins Hugum fyrst að rannsóknum á grísku Nýja testamentisins. Vegna dálætis fommenntastefnunnar á grísku klassíska tímans var um aldir lítið hugað að grísku hellenistíska tímans, þ.e. frá því um 330 fyrir Krists burð til 200 eftir Krists burð. En á þeim tíma þróaðist grískan sem alþjóðamál fyrst í heimsveldi Alexanders mikla og arftaka hans, sem reistu miðstöðvar grískrar menningar m.a. í Sýrlandi, Egyptalandi og Litlu- Asíu. Við þessum arfi tóku Rómverjar, sem yfirleitt dáðu gríska menningu. Víða við vesturhluta Miðjarðarhafsins og á ströndum Ítalíu voru grískar nýlendur. Á tímum Rómverja hélt grískan áfram að vera alþjóðamál. Gamla testamentið var á 3. og 2. öld fyrir Krists burð þýtt á grísku í Egyptalandi og var sú þýðing notuð af milljónum grískumælandi Gyðinga í grískum borgum í og utan Palestínu. Þessi gríska þýðing Gamla testamentisins var biblía frumkristninnar við hhð hebresku biblíunnar, og hafði mismunandi mikil áhrif á málfar höfunda rita Nýja testamentisins. Málið á gríska Gamla testamentinu er víða nánast þýðingargríska, og standa yfir umfangsmiklar rannsóknir á því. En gríska Nýja testamentisins er hin almenna eða koine gríska hellenistíska tímans. Hún hafði að gmnni klassíska attíska mállýzku grískunnar, en mótaðist fyrir áhrif jónískrar mállýzku grískunnar í Litlu-Asíu, en einnig annarra grískra mállýzkna svo og óskyldra tungumála hins víðlenda ríkis, bæði í setningarskipan og orðfæri. í stuttu máli fól hellenistísk gríska í sér vissa einföldun í beygingarfræði og breytingar í orðavali og merkingu orða. Miklar bókmenntir vom ritaðar á þessari grísku. En það var ekki fyrr en á síðari hluta síðustu aldar, að farið var að huga að þýðingu þessara bókmennta fyrir rannsóknir á grísku Nýja testamentisins. Mikla þýðingu í því sambandi hafði söfnun og fundur papýmshandrita í sandinum í Egyptalandi. Þar fundust m.a. bréf alþýðumanna á grísku, sem í ýmsu tilliti líktust þeirri grísku, sem menn lásu í Nýja testamentinu. Þýzki guðfræðingurinn og prófessorinn fyrst í Heidelberg og síðar í Berlín, Adolf Deissmann (d. 1937), var brautryðjandi í notkun þessa efhis til þess að varpa ljósi á grísku Nýja testamentisins. Bók hans um þetta Licht vom Osten (Ljós að austan) kom út 1908 og er sígildur inngangur að þessum fræðum. Fleiri fræðimenn fylgdu á eftir og gerðu m.a. samanburð á ritum grískra höfunda í Litlu-Asíu frá þessum tíma um náttúmfræði, læknisfræði og landafræði annars vegar og Nýja testamentinu hins vegar og fundu margt líkt. Alla þessa öld hafa verið að finnast í sandinum í Egyptalandi paýmshandrit og hefur það örvað áframhaldandi rannsóknir. Ómissandi tæki í rannsóknum bókmennta em ítarlegir orðalyklar yfir viðkomandi rit. Árið 1897 kom út í Oxford orðalykill yfir gríska Gamla testamentið, sem byggði m.a. á 4. aldar handritunum frá Sínai og úr Vatikaninu, sem áður var getið. Höfundar vom Bretamir E. Hatch (d. 1889) og H.A.Redpath. Fyrstur til að skrifa málfræði fyrir grísku þýðingu Gamla testamentisins var H. St. J. Thackerey, A Grammar of the Old Testament in Greek, sem út kom 1909. Hér skal einnig getið rita 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.