Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Síða 103

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Síða 103
Nýjatestamentisfæði áfangar og viðfangsefni endurspegla að hans mati fyrst og fremst trú frumkirkjunnar. Þó ritaði hann bók um Jesúm og dró upp einhliða mynd af honum sem gyðinglegum lærimeistara og gekk þar út frá forsendum Tiibinger-skólans og trúarbragðasögulega skólans, sem áður var getið, að aðgreina skýrt hinn sögulega Jesúm og Drottin kirkjunnar sem túlkun fmmsafhaðarins. Að hans mati var hinn sögulegi Jesús formáli að trú frumkirkjunnar, en ekki beint innihald trúarinnar. Það fannst mörgum fræðimönnum ófullnægjandi svar með tilliti til heimildanna. Þýzki guðfræðingurinn M. Káhler (d. 1912) hafði í riti sínu Der sogenannte historische Jesus und der geschichtliche biblische Christus (enduiprentað 1953) vakið athygli á því, að það er aðeins í gegnum vitnisburð trúar kirkjunnar sem við nálgumst Jesúm Krist, sem í vitund kirkjunnar frá upphafi var verk Guðs í sögunni, söguleg persóna. Lærisveinar Bultmanns tóku upp þessa spumingu mn samband Jesú og trúar frumkirkjunnar. Fyrstur varð Emst Kásemann, prófessor í Tiibingen, sem í mikilvægri grein, Das Problem des historischen Jesus, sem birtist í tímaritinu Zeitschrift fiir Theologie und Kirche, 51 (1954), spurði, hvers vegna kirkja, sem hefði ekki átt að hafa áhuga á sögu Jesú, hefði skrifað guðspjöll. Hann svaraði, að hún hefði verið sarmfærð um, að Kristur, Drottinn kirkjunnnar, væri hinn sögulegi Jesús. Hann benti ennfremur á, að trú manna á Jesúm Krist krefðist sannfæringar um, að hinn upprisni Drottinn væri hinn sami og hinn jarðneski Jesús, enda þótt guðspjöllin væm rituð í ljósi upprisutrúarinnar. Prófessor Emst Fuchs í Marburg lagði áherzlu á hegðun Jesú, sem sýndi, að hann hefði skilið sig sem fulltrúa Guðs meðal manna í lok tímanna. Prófessor Giinther Bomhamm í Heidelberg vakti athygli á óviðjafnanlegu áhrifavaldi, sem birtist í orðum og athöfnum Jesú og taldi það eiga uppmna sinn í jarðnesku lífi hans, þar sem trúin byggist á því, en skapi það ekki. Kall Jesú til ákvörðunar hafi að skilningi Jesú falið í sér fund Guðs og manns. Hans Conzelmann, um skeið prófessor í Nýja testamentisfræðum í Ziirich, bendir á, að Jesús hafi hagað sér að hætti Messíasar, enda þótt hann segðist ekki opinberlega vera hann. Það hafa verið færð rök að því af fjölmörgum fræðimönnum, að Jesús hafí skilið sig sem uppfyllingu fyrirheita um Messías, þó ekki hinn pólitíska, heldur þann, sem lifir og deyr fyrir syndir lýðs síns og Guð upphefur. Þetta er miðlægt í boðun fmmkirkjuxmar. Og afstaða Jesú til tollheimmmanna og syndara er sú sama og birtist í náðarboðskap hins upprisna Drottins samkvæmt bréfum Páls. Conzelmann var einnig meðal brautryðjanda í þeirri grein nýjatestamentisfræða, sem kallast Redaktionsgeschichte, eða útgáfusaga, og felst hún í því að greina sérkenni höfunda guðspjallanna bæði með innri greiningu ritanna og samanburði hinna yngri við Markúsarguðspjall. Þessar rannsóknir, sem við höfum rakið, hafa skilað sér í fjölda skýringarita og handbóka í nýjatestamentisfræðum. Hér verður staðar numið. 101
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.