Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Blaðsíða 114
Þórir Rr. Þórðarson
V
Frelsi í látbragði
í sjónvarpinu var í júlílok 1987 sýnt frá guðsþjónustum nýrra
trúarhópa í Reykjavík. Þar dönsuðu menn, lyftu höndum og sungu af
hjartans lyst.
Þetta fyrirbæri olli nokkxum umræðum.
Trúarlegur dans hefur tíðkast á öllum öldum og í mörgum
trúarbrögðum. Sál konungur dansaði frammi fyrir örkinni. í Saltaramnn
er talað um að tengja saman dansraðimar, allt inn að altarinu.13 Duke
Ellington samdi trúarlegan dans, og var hann fluttur í virðulegum kirkjum
í New York. Helgileikir em víða ræktir innan ramma guðsþjónustunnar,
og eiga séra Jakob Jónsson og séra Haukur Ágústsson þakkir skildar fyrir
starf í þeim efnum.
Að lyfta höndum í bæn, sem einkennir trúarhópa þessa, er einnig fom
kirkjulegur siður. Bænastelling okkar flestra er að spenna greipar og lúta
höfði. En hin foma bænastelling var allt önnur. Menn hófu upp hendur
sínar14 og lyftu þeim eins og loftneti sem taka skyldi við guðlegum
geislum og helgum áhrifum.
Ekki felli ég mig að öllu leyti við guðsþjónustusiði þessa, en þeir eiga
samt rétt á sér. Og okkur er hollt að minnast þess að lútherska
guðsþjónustan, bæði hér og í Þýskalandi, er býsna föst í köldum formum
og stundum líflaus.
Almenningur í kirkjunni vill festu í siðum og háttprýði í framgöngu
kirkjulegra þjóna, jafiit prestsins sem annarra. En menn vilja líka
hátíðarbrag. Þar ríkir hátíð sem gleðin fær útrás. Tónlistin tjáir þetta
flestu betur, ef allir kirkjugestir taka þátt í henni og syngja af hjartans lyst.
í þessum efnum getum við mikið lært af kaþólsku kirkjunni, t.d. á
Norður-Ítalíu og í Þýskalandi.
Mér em minnisstæðar tvær kaþólskar guðsþjónustur sem ég tók þátt í
á Trínitatishátíð á Norður-Ítalíu fyrir þremur ámm, önnur var kl. 8 og
var ítölsk, hin kl. 10 og var fyrir þýska kaþólska túrista. Þetta var
skemmtileg reynsla, stórkostleg í minningunni, uppbyggileg og örvandi.
Kirkjan var gríðarstór, nýbyggð, í nýtískulegum stíl. Hún var
troðfull við báðar guðsþjónustur. Þama var mikið sungið, einkum við
þýsku guðsþjónustuna. Þýska kaþólska kirkjan hefur tekið upp sálma
Lúthers í messu sína, og syngja menn sálma hans með mikilli gleði. Hefði
það einhvem tíma þótt tíðindum sæta. Þama í kirkjunni söng hver maður,
en þegar ég leit í kring um mig sá ég engan með sálmabók. Allir virtust
kunnu sálmana utan bókar. Menn tóku undir bænimar og mikil hreyfmg
var, sérstaklega er allir gengu fram og kona tók að úthluta sakramentinu
13 Ps 118.27, sbr. 149.3a, 150.4a.
14 Ps 28.2, 63.5, 134.2.
112