Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 13
Ávarp biskups íslands
haldið til starfa eftir að hafa stundað nám í Háskóla íslands og er um að ræða
góða viðbót við liðssveit kirkjunnar.
Ég hef kosið að nota þetta tækifæri í tengslum við hátíðahöld á afmæli presta-
skólans og guðfræðideildarinnar, sem tók við af honum, til þess að þakka fram-
lag þessara aðila til kirkjulegs starfs í landinu. Má reyndar segja, að slíkt sam-
starf sé nauðsynlegt og eðlilegt, þar sem um er að ræða Háskóla íslands og Þjóð-
kirkju Islands.
Ég þakka þess vegna störf guðfræðideildarinnar og túlka þar ekki aðeins mat
Þjóðkirkjunnar, heldur leyfí mér einnig að þakka í eigin nafni.
Ég bið Guð að blessa guðfræðideildina, alla sem þar nema og alla sem þar eru
kallaðir til að miðla fræðslu. Ég bið sömuleiðis almáttkan Guð að blessa Háskóla
íslands, forystusveit, starfsfólk allt og stúdenta. Og um leið og þessa er beðið og
falið Guði, er um leið beðið fyrir Þjóðkirkjunni sjálfri og að samstarf allra þess-
ara aðila leiði til þess, að íslensk þjóð njóti.
Til hamingju á góðum tímamótum. Megi framhald verða svo, að sífellt sé
ástæða til að tjá þökk. Þá er hvarvetna starfað Guði til dýrðar og í þjónustu við
hann.
Hans er mátturinn, og hans er dýrðin, og hvoru tveggja túlkar hann í kærleika
sínum til okkar og væntir hins sama í afstöðu eins til annars.
Já, dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda. Megi allir ganga fram í náð
hans.
11