Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 17
Prestaskólinn í Reykjavík
prestur á Staðarstað á Snæfellsnesi. Dr. Pétur var lærður vel svo hann var nánst
sjálfkjörinn til þess að taka að sér þann vanda að stýra fyrsta embættismanna-
skólanum á íslandi. Hafði biskup landsins, sem þá var Helgi Thordersen, fljótt
augastað á honum í þetta embætti. Annar kennari var Sigurður Melsteð. Þá bætt-
ist fljótlega við kennsla í heimspekilegum forspjallsvísindum og kirkjurétti og
auk þess söng.
Séra Benjamín Kristjánsson segir svo frá markmiðum Prestaskólans í bók
sinni um sögu Prestaskólans og guðfræðideildar Háskóla íslands sem út kom á
vegum Prestafélags íslands á hundrað ára minningarafmæli skólans: „...það
skyldi vera aðalviðfangsefni skólans, að mennta íslenska klerka svo, að þeir
gætu orðið góðir sálusorgarar og duglegir embættismenn. Með því að gera þá að
góðum sálusorgurum, væri ekki endilega átt við það, að skólinn legði höfuðkapp
á að útskrifa lærða presta heldur menn, sem í stærri eða minni verkahring legðu
alúð við að efla upplýsing og siðfágun meðal alþýðu ... presturinn eigi fyrst og
fremst að vera söfnuðinum andlegur faðir, kennari, vinur og ráðgjafi.“
íslenskir stúdentar héldu áfram að leggja stund á guðfræði við Kaupmanna-
hafnarháskóla þótt Prestaskólinn kæmi til sögunnar, enda var gert ráð fyrir því að
kennarar Prestaskólans, biskup og prestar í betri brauðum hefðu háskólamenntun.
Á seinni helmingi 19. aldar skráðu 23 íslendingar sig til náms í guðfræði við
Hafnarháskóla. Af þeim luku 15 prófi en aðeins 11 skiluðu sér til heimalandsins
sem prestar. Hins vegar voru ófá dæmi um það að stúdentar sem lagt höfðu stund
á önnur fræði en guðfræði við Kaupmannahafnarháskóla hæfu nám við Presta-
skólann og lykju prófi þaðan og væru vígðir sem prestar. Urðu þeir nýtir þjónar
kirkjunnar um leið og þeir beittu sér fyrir framförum á veraldlegum sem andleg-
um sviðum. Má þar t.d. nefna séra Arnljót Ólafsson prest í Sauðanesi, en hann
lagði stund á hagfræði við Hafnarhaskóla þótt ekki lyki hann prófi í þeirri grein.
Prestaskólinn var fyrst til húsa í Lærða skólanum í Reykjavík þar sem honum
var ætluð ein kennslustofa og ein svefnstofa fyrir tíu manns. Þetta húsnæði
reyndist fljótlega allt of lítið og einnig gekk sambúð hinna tveggja lærdóms-
stofnana brösuglega. Árið 1851 var Prestaskólinn fluttur þar sem nú er Hafnar-
stræti 22 og hafði þar á leigu tvær stofur allt til ársins 1873 að skólinn var fluttur
í húsnæði við Austurstræti 22 þar sem Landsyfirrétturinn hafði verið til húsa og
áður hýsti Jörund hundadagakonung. Þar var Prestaskólinn til ársins 1911. Þegar
Háskóli íslands tók til starfa fékk hann fyrstu árin húsnæði í Alþingishúsinu og
mun guðfræðideildin lengst af hafa verið í þeirri stofu þar sem nú er flokksher-
bergi Alþýðuflokksins.
Prestaskólinn starfaði til ársins 1911 en þá tók Háskóli íslands til starfa um
haustið og rann Prestaskólinn inn í hann sem ein deild hans, guðfræðideild. Segja
má að Prestaskólinn hafi lifað áfram í guðfræðideildinni svo að stofnun Presta-
15