Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Síða 25
Trúin og tilgangur vísinda
hina sérstöku forsendu hennar og talið hana fullgilda fræðigrein? Kostimir virð-
ast einungis tveir: Annað hvort vísum við guðfræðinni frá sem gervivísindum
eða við föllumst á að trúin eigi sinn rétt í heimi vísindanna. Annað hvort viður-
kennum við rétt trúarinnar í heimi fræðanna eða höfnum honum.
Afarkostir eru ævinlega ögmn við mannlega hugsun. Þeir stilla henni upp við
vegg og segja henni að hrökkva eða stökkva. Kristur sjálfur fór þannig að: „Sá,
sem ekki er með mér, er á móti mér.“ Hér mælir sá sem valdið hefur: „Fylgir þú
mér að málum - eða ekki?“ Hér hlýtur hver og einn að bregðast við með sínum
sérstaka, persónulega hætti. Trú er ávallt trú einhverrar manneskju. Almenn eða
ópersónuleg trú er ekki til: Trúin er lífsmáti þinn eða minn. Þú lifir og ég lifi í trú
eða vantrú - hvert okkar samkvæmt eigin ákvörðun, samkvæmt lífsákvörðun
sinni. Kristur gerir einmitt þessa kröfu til okkar allra að við bregðumst við boð-
skap hans - hvert á sinn einstaka, persónulega hátt.
En hvernig getur vísindaleg, gagnrýnin hugsun - sem starfar eftir þeirri al-
mennu og ópersónulegu reglu að trúa engu sem hún hefur ekki skilið og fundið
gild rök fyrir - brugðist við boðskap Krists og kröfu um skilyrðislausa afstöðu?
Viðbrögð hennar hljóta að verða þau að spyrja: „Hvað merkir það sem þú segir?
Og hvaða rök hef ég til að fallast á það? Hvernig veit ég að þú sért sá sem þú seg-
ist vera?“ Og þar til rannsókn á þessu er lokið, er ákvörðuninni skotið á frest.
Hvaða ályktun ber að draga af þessari yfirlýsingu? Merkir hún að fræðileg
hugsun hljóti að afneita Kristi? Engan veginn, þetta þýðir að hún tekur ekki
ákvörðun. Slíkt býr í eðli fræðilegrar hugsunar: Henni leyfist ekki að taka afger-
andi afstöðu, fullyrða meira en hún hefur rök til. En ég endurtek: Þetta merkir
ekki að hún taki afstöðu gegn Kristi, vilji útiloka boðskap hans frá rökræðunni,
afneiti honum. Öðru nær: Hún spyr einfaldlega: „Hvað hefur þú fram að færa
sem gefur mér ástæðu til að trúa þér?“ Og Kristur svarar eflaust: „Ekkert nema
sjálfan mig. Treystir þú mér eða ekki?“
Nú setur hina gagnrýnu hugsun hljóða. Hana brestur rök. Hún fálmar eftir
festu og finnur ekkert sem hún getur reitt sig á - nemur aðeins þessa rödd sem til
hennar talar og krefur hana svars. Hvað gerir hin gagnrýna, vísindalega hugsun
við slíkar aðstæður? Hún á enn tveggja kosta völ: Hún getur valið þögnina og
sagt sem svo að sannleikur málsins sé henni algjörlega hulin og hún hafi ekkert
til málanna að leggja - eða hún getur valið að spinna eigin vef röksemda og
kenninga í þeirri von að öðlast nýjan skilning á því sem fyrir hana ber.
Ég virði fullkomlega þá fræðimenn sem velja fyrri kostinn. Þeir hafa vissu-
lega gild rök fyrir afstöðu sinni: Vísindaleg hugsun hefur engar öruggar leiðir til
að skera úr um það hvort Kristur sé sá sem hann segist vera. Þess vegna er það
réttmæt afstaða - fræðilega séð - að vera hlutlaus gagnvart boðskap hans. Ég
virði líka þá fræðimenn sem velja síðari kostinn og leita nýrra leiða, prófa nýjar
23