Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Side 62
Aðalgeir Kristjánsson
stjómardeild til að fara með málefni hinna æðri skóla, Den kgl. direktion for uni-
versitetet og de lærde skoler. Hjá Islendingum gekk hún undir ýmsum nöfnum
eins og skólastjómarráð og háskólastjórn. Verksvið hennar náði til Bessastaða-
skóla, en auk hennar lutu mál skólans biskupinum og stiftamtmanni yfir íslandi
í sameiningu, og voru þeir nefndir stiftsyfirvöld.
I Danmörku urðu grundvallarbreytingar í skólamálum árið 1814 þegar böm
urðu skólaskyld frá sjö ára aldri til fermingar. Slíkt gat ekki orðið á íslandi. í
Danmörku var komið á fót menntastofnunum fyrir kennaraefni. Þar mddi sér til
rúms ný kennslutækni sem var í því fólgin að nemendur sem lengra voru komnir
skyldu segja hinum yngri til. Konungur vildi kynna þessi nýmæli, yndbyrdes
Underviisning, fyrir íslendingum og gaf kansellíinu fyrirmæli 21. apríl 1825 að
senda skólayfirvöldum á Islandi námsgögn sem sniðin vom að þessari kennslu-
aðferð. Kansellíið skrifaði Steigrími biskupi Jónssyni 30. apríl s. á. og gerði eins
og fyrir það var lagt.2
Biskup leitaði álits nokkurra enbættismanna um hvort þessi kennsluaðferð
hentaði á Islandi. Þeir luku upp einum munni að hún væri óframkvæmanleg sakir
kostnaðar, strjálbýlis og annarra örðugleika sem leiddi af hvernig byggð væri
háttað í landinu og lífsháttum þjóðarinnar. Reykjavík væri eini staðurinn þar sem
henni yrði við komið.3
í upphafi vetrar 1832 bárust kansellíinu tillögur frá Páli B. Péturssyni presti í
Rom0 í Ríbestifti. Þeim fylgdi bréf til konungs dagsett 28. október 1832 um
stofnun alþýðuskóla á íslandi: Allerunderdanigst Forspg til en midlertidig
Almue-Skole Underviisningsplan i Island. Kansellíið skrifaði Steingrími biskupi
Jónssyni og bað um álit hans. Svarbréf biskups er dagsett 18. júní 1833 þar sem
niðurstaðan varð sú að hugmyndin væri óframkvæmanleg, fuldkommen Umue-
lighed.4
Arið 1806 gaf skólastjórnarráðið út reglugerð fyrir Bessastaðaskóla. Hann
skyldi starfa í þremur bekkjardeildum og kennslan sniðin eftir dönskum latínu-
skólum. Til viðbótar átti að koma selecta, þ.e. framhaldsdeild fyrir þá stúdenta
sem hugðust nema guðfræði og gerast prestar án þess að stunda háskólanám í
guðfræði við Hafnarháskóla. Þessari reglugerð var aldrei framfylgt til fulls.
Bessastaðaskóli starfaði alla tíð einungis í tveimur bekkjardeildum, efri og neðri
bekk, og þeir sem brautskráðust þaðan, gátu tekið prestvígslu án frekara náms.
Skólapiltar voru að jafnaði fimm til sjö vetur í Bessastaðaskóla, og réð þar miklu
um hver námsgeta þeirra var og hversu vel þeir voru undirbúnir þegar þeir settust
þar á skólabekk. Framan af voru nemendur um þrjátíu, en fjölgaði þegar á leið
2 Lovsamling for Island VIII, bls. 641-42.
3 Þjóðskjalasafn íslands (ÞÍ). Kansellískjöl; KA-128.
4 ÞÍ. Kansellískjöl; KA-128.
60