Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Blaðsíða 63
Breytingar á skólamálum á íslandi áfyrri hluta 19. aldar
upp í fjörutíu. í upphafi voru einungis tveir kennarar við skólann og lektor að
auki, en haustið 1822 hóf Björn Gunnlaugsson kennslu í raungreinum við skól-
ann og eftir það voru þar fjórir sem sinntu kennslustörfum.
Um 1830 urðu miklar umræður um latínuskólana í Danmörku, og eftir að
stéttaþingin litu dagsins ljós komu kennslumál þar til umræðu. Rætt var um að
minnka kennslu í klassískum málum, en efla á hinn bóginn menntun alþýðu.
Ahrifa frá þessari umræðu gætti í ritum og tillögugerðum íslenskra stúdenta í
Danmörku. Þær hugmyndir sem þar voru settar fram voru afgreiddar af Stein-
grími Jónssyni biskupi sem óframkvæmanlegar eins og áður getur.5
Baldvin Einarsson skrifaði í Armann á Alþingi um skóla- og uppeldismál.
Hann var mjög undir áhrifum frá riti eftir Laurids Engelstofts, Tanker om
Nationalopdragelsen betragtet som det virksomste Middel til at fremme Almeen-
aand og Fædrelandskiærlighed, en Engelstoft skrifaði mjög í anda Rousseaus.
Auk þess að ræða um umbætur á íslenkum skólamálum í Ármanni á Alþingi rit-
aði Baldvin langar greinargerðir á dönsku um íslensk skólamál og hvaða umbæt-
ur þyrfti að gera á þeim. Þær eru nú varðveittar í Þjóðskjalasafni íslands og eru
þrjár talsins.6 Sú sem er mest að vöxtum er ódagsett en skrifuð á árinu 1827 og
heitir Tanker om det lærde Skolevæsen i Island. Hún er 49 fólíósíður að stærð.
Þar er lýst þeim annmörkum sem eru á Bessastaðaskóla og orsökum þeirra. Hús-
næðisskortur valdi kennurum og nemendum vandræðum. Fjölga þurfi náms-
greinum svo sem frönsku og þýsku, en engan frönskukennara sé að fá. Þá vildi
hann láta kenna náttúrufræði, enda væri náttúra landsins svo sérstæð að vel færi
á að menn kynnu á henni einhver skil. Baldvin vildi auka húsakost skólans svo
að kennarar og nemendur fengju aukið húsrými. Þá reifaði hann þá hugmynd að
komið yrði á fót kennslustofnun fyrir frekara nám á háskólastigi þar sem kennd
yrði guðfræði, heimspeki, læknisfræði, náttúrufræði, viðskiptafræði og hag-
fræði. Þetta nám átti að standa þeim til boða sem ekki hugðu á háskólanám í
Kaupmannahöfn.
Laurids Engelstoft átti löngum sæti í skólastjórnarráðinu og hafði þar mikil
áhrif. Hann hélt verndarhendi yfir íslenskum stúdentum og þeir vottuðu honum
þakklæti sitt með því að láta gera af honum koparstungu árið 1830. Ekki er ljóst
hvort tillögur Baldvins höfðu borist honum í hendur síðsumars 1827, en 8. sept-
ember skrifaði skólastjómarráðið stiftsyfirvöldunum á íslandi bréf um endurbæt-
ur á Bessastaðaskóla sem hnigu mjög í sömu átt og tillögur Baldvins, en Baldvin
hafði einnig fært J. R Mynster tillögur sínar að ráði Engelstofts. Hann átti einnig
sæti í skólastjórnarráðinu, en sýndi tillögunum lítinn áhuga. Mynster mun hafa
tjáð Baldvin að unnið væri að því að kanna reikningsskil Bessastaðaskóla og
5 ÞÍ. Kansellískjöl; KA-128.
6 ÞI. Skólastjórnarmál; SK-5.
61