Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Síða 64
Aðalgeir Kristjánsson
jarðabókarsjóðs. Þetta varð til þess að Baldvin samdi nýja ritgerð um þessa hlið
á skólahaldinu og nefndi hana Tillæg til Tanker om det lærde Skolevæsen i Is-
land. Hún var skrifuð vegna hvatningar frá Engelstoft. Baldvin gekk einnig á
konungsfund til að koma hugmyndum sínum á framfæri. Það mun hafa verið árið
1829, en nákvæm tímasetning liggur ekki fyrir.7 Þriðja greinargerðin sem varð-
veitt er frá hendi Baldvins er ódagsett og nafnlaus, en efnislega svipar henni til
þeirra sem áður er getið. Hún er rífar 33 fólíósíður og skiptist í tvo meginþætti,
fyrri hlutanum er auk þess skipt í þrjá undirkafla. Ætla má að þessi greinargerð
hafi orðið til þess að skólastjórnarráðinu var gert að segja álit sitt á nafnlausri
greinargerð um „det lærde Skolevæsen i Island“ 22. september 1829.
Næst gerðist það að skólastjórnarráðið leitaði álits tveggja fyrrverandi stift-
amtmanna yfir íslandi, E. K. L. Moltke og P. F. Hoppe. Moltke svaraði með viða-
mikilli álitsgerð 22. febrúar 1830. Hann vildi ekki taka jafn djúpt í árinni og
Baldvin þegar hann ræddi ágalla Bessastaðaskóla. Samt talaði hann um fjórar
nauðsynlegar ráðstafanir; viðbótar húsakost handa ráðsmanni skólans, nýja
kennslustofu, skólasveinum skipt í þrjá bekki, hert eftirlit stiftsyfirvalda með
ráðsmanni skólans og ábyrgð hans á nemendum. Að auki talaði hann um að bæta
við kennara sem kenndi þýsku, frönsku, náttúrufræði og leikfimi, ölmusum yrði
fjölgað og komið upp svefn- og lesstofum fyrir nemendur.8
Tillögur Hoppe voru öllu róttækari. Hann taldi upp tillögur í sjö liðum sem
hann hafði áður lagt fyrir skólastjórnarráðið. Hann vildi setja sérstakan skóla-
stjóra, Forstander, yfir skólann. Skólapiltar kæmu yngri í skólann, sumarleyfin
stytt eða felld niður, gæta þess að sömu kennarar störfuðu ekki of lengi við skól-
ann, þriðja bekk yrði bætt við og að auki yrði guðfræði kennd í sérstökum bekk.
Þá vildi hann gera þær breytingar á húsakosti skólans að bætt yrði við timburhúsi
frá Noregi, þar sem yrðu fjórar kennslustofur og bókasafn yrði á loftinu. Núver-
andi húsakynni skyldi nýta sem borðstofu, svefnherbergi, sjúkrastofu og ráðs-
maður fengi loftið til sinna nota.
Hoppe var á öðru máli en Baldvin um að skortur yrði á embættismönnum
vegna þess hve fáir stúdentar brautskráðust. Hann var einnig andvígur því að
komið yrði upp sérskóla, „selvstændig Læreanstalt“, og haldnir yrðu fyrirlestrar
í hag- og viðskiptafræði, námsgreinar væru nógu margar samt.
Kennaralið Bessastaðaskóla fann ekki náð fyrir augum hans. Hann taldi að
sumir væru orðnir of gamlir og þekkingu á hliðstæðu skólastarfi hjá Dönum væri
ábótavant.9
Skólastjórnarráðið tók saman langa og rækilega greinargerð um tillögur Bald-
7 Nanna Ólafsdóttir. Baldvin Einarsson ..., bls. 70.
8 ÞÍ. Skólastjómarmál; SK-6.
9 ÞÍ. Skólastjómarmál; SK-6.
62