Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 67
Breytingar á skólamálum á Islandi áfyrri hluta 19. aldar
taka saman álitsskjal fyrir þeirra hönd sem flytja vildu skólann, en Bjarna amt-
manni Þorsteinssyni fyrir þá sem vildu óbreytt aðsetur.18
Stofnun innlends prestaskóla var ofarlega í hugum margra um þetta leyti. Is-
lendingar í Kaupmannahöfn héldu franska lækninum og landkönnuðinum Gaim-
ard sögufrægt samsæti 16. janúar 1839. Sagan segir að hann hafi innt þá eftir
hvað þeim þætti horfa til mestra framfara á íslandi og svarið hafi verið: „Stofnun
Prestaskóla“ og Gaimard hafi svarað: „Prestaskóla skulu þér fá“. Daginn eftir
gekk Gaimard á fund konungs og hann þá heitið því að koma skólanum á lagg-
irnar.19
Hinn 23. febrúar 1839 sótti Jón „lektor“ á Bessastöðum um lausn frá störfum
frá 1. október að telja. Blekið á umsókninni var ekki meira en svo þornað þegar
Sveinbjörn Egilsson og Tómas Sæmundsson lögðu fram umsóknir um starfið.
Jón Johnsen landsyfirréttardómari sótti um fyrir hönd Tómasar. Stiftsyfirvöld
báru mikið lof á Sveinbjörn sem kennara, skáld, vísindamann og þýðanda. I bréfi
frá Engelstoft til Bjarna Þorsteinssonar 6. apríl 1839 kemur fram að hann telur
Sveinbjörn standa því næst að taka við stjórn skólans.20 Tómas hlaut einnig þann
dóm hjá stiftsyfirvöldum að hann væri í besta máta hæfur til starfsins.
Vigfús Erichsen skýrði Bjarna Þorsteinssyni einnig frá umsóknum um rekt-
orsembættið í bréfi 30. apríl 1839.21 Hann taldi upp fjóra umsækjendur; Svein-
björn, Helga Thordersen, Tómas Sæmundsson og Pétur Pétursson og taldi óhæfu
að ganga fram hjá Sveinbirni.
Pétur hafði starfað sem prestur og prófastur á Snæfellsnesi um nokkur ár.
Haustið 1839 fór hann á ný til Kaupmannahafnar til frekara náms og dvaldist þar
um tveggja ára skeið og samdi þá ritgerð um Tyrannius Rufius kirkjuföður og
hlaut fyrir nafnbótina: Licentiatus theologiae 11. maí 1840. Ári síðar kom
Kirkjusaga íslands út frá hendi hans. Hún var rituð á latínu eins og Kirkjusaga
Finns biskups Jónssonar og tók þar við sem Finnur hætti og spannaði eina öld
1740-1840. Haustið 1843 hélt Pétur enn til Hafnar og vann þar að samningu
doktorsritgerðar sem hann varði 21. mars 1844. Hún var rituð á latínu og var um
íslenskan kirkjurétt fyrir og eftir siðaskipti - Commentatio de jure ecclesiarum in
Islandia [...]. Pétur Pétursson var fyrsti íslendingurinn sem varði doktorsritgerð í
guðfræði við Hafnarháskóla.22
Jóni „lektor“ snerist hugur vegna þess hvað væntanleg eftirlaun voru lág og
18 Tíðindifrá nefndarfimdum 1839, bls. 72-110.
19 Páll E. Ólason. Jón Sigurðsson I, bls. 397.
20 Lbs. 339 a, fol.
21 Sama handrit.
22 Benjamín Kristjánsson. Saga Prestaskólans, bls. 43.
65