Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 69
Breytingar á skólamálum á Islandi áfyrri hluta 19. aldar
náttúrusögu og náttúrufrœði (naturhist. og fysik), jarðfrœði og hvað sem vill af mœling og
reikningi. Eg hef grannkynnt mér hér einhvum besta skólann í Danmörku meir en hálft ár og
hef enn heilt ár eða meir til að kynna mér skólana í Höfn sem eg á nú tækifæri til að umgangast
bestu kennarana við. [...] Hér ríður á að reisa embœttið, þá er eg sem stendur maðurinn. Gáðu
að því að eg meðal annars þekki allt ísland og flesta menn á íslandi og er vinsæll og eini mað-
urinn sem stendur sem gæti komið í lag náttúrursafni heima ef eg fengi tóm og húsrúm.29
í bréfi sem Konráð skrifaði Jónasi 6. mars 1844 lýsti hann yfir því að hann
vissi „ekkert um skólann" og háskólastjórnin hafi allt í „manns morði“, en hafði
samt eftir J.O. Hansen í skólastjórnarráðinu „að það mætti ekki bíða lengur en til
vors að gera eitthvað við hann - að minnsta kosti bæta við nýjum kennara“. Hins
vegar leist honum ekki á blikuna ef Jón Sigurðsson yrði yfirkennari við skólann.
Svo tók eg mig til einu sinni hér í vetur og fór til þeirra með þesskonar viðbjóð, sem vant er að
kalla bænarskrá, og beiddist að verða kennari í dönsku, þýsku og íslensku (eða: íslensku, þýsku
og dönsku, ef þú vilt það heldur). [...] Það væri ekki ólaglegt, að gera Sivertsen (hann kallaði
sig svo fyrir einu ári) að Overlærer, en víkja þeim frá, Schevfing] og Sveinbirni. - Séra Helgi
kvað mælast til að verða rektor, en vera þó prestur í Reykjavík; en ætti hann þá ekki líka að
verða biskup og stiftprófastur? Barðaflettir kvað mæla ósköp fram með honum; sá hefur vit á
því! Ef þú vilt verða undirkennari Jóns Sigurðssonar við skólann, þá muntu varla þurfa annað,
en senda bænarskrá til skólastjómarinnar; líklega lætur hún undan, eins og heimakoma. Ef eg
ætti að fara til skólans, þá tala eg ekki um, hvað eg vildi vinna til, að þú værir þar líka.30
Það sýnir áhuga Jónasar á gangi þessa máls að hann skrifaði Jóni Sigurðssyni
15. mars og spurði hann hvers hann væri vísari. Það gætir óþolinmæði í orðum
hans og biður hann að láta sig vita ef eitthvað gerist og talar um að koma á fót
náttúrugripasafni við skólann.31
Konráð kom enn að Lærða skólanum og hver yrði gerður þar að rektor í bréfi
til Jónasar á föstudaginn langa 5. apríl 1844 og nauðsyn þess að koma þar á
kennslu í náttúrufræði og sagði af því tilefni:
Cleasby er kunnugur Rosenvinge, og eg hef verið að leggja niður fyrir honum, hver nauðsyn
væri á að setja kennara í náttúrufræði á Islandi. Það er ekki svo vitlaust, þó það liggi ekki sem
beinast við. En þú átt sjálfur að skrifa Memorial og setja skólastjóminni allt þetta mál fyrir
sjónir - það liggur beinast við. Geturðu ekki fengið náttúrufræðingana við háskólann
(Forchhammer o.s. frv.) á það mál? [...] Þeir þykjast vera í mestu vandræðum - fyrst Scheving
hafi ekki sótt - hvort þeir eigi að gjöra séra Helga eða Sveinbjöm Egilsson að rektor. Er það
ekki dæmafátt? Skólinn ætti sjálfur að sækja um að fá þig, ef þú fæst ekki með öðra móti -
bæði kennarar og skólapiltar, eða að minnsta kosti kennararnir.32
29 Sama rit II, bls. 198-99).
30 Bréf Konráðs Gíslasonar, bls. 61-62.
31 Jónas Hallgrímsson. Ritverk II, bls. 200-01.
32 Bréf Konráðs Gíslasonar, bls. 70.
67