Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Side 71
Breytingar á skólamálum á íslandi áfyrri hluta 19. aldar
Hvört eg hangi við skólann veit eg ekki, eg sæki ekki um neitt enn, því eg veit ekki um hvað
sækja á. Það er ekkert gert uppskátt, hvaða embætti verða við skólann. Einungis hefi eg leiðrétt
þá meiningu, að eg sæki um Rectoratið, hvað eg ekki geri. Lector Johnsen hefir beðið um lausn
frá embætti sínu, hann hefir að ári verið 40 ár við skólann, Scheving 36, eg 26, Gunnlögsen 23.
Tarna höfum við hingað til verið samferða á þessari lífsleið.36
Bréf Engelstofts til Bjarna Þorsteinssonar gefa glögga mynd af hvernig þessi
mál gengu fyrir sig. Hinn 29. september 1844 skrifaði hann Bjarna og gerði grein
fyrir stöðu mála varðandi Lærða skólann og taldi að smíði húsins yrði lokið svo
snemma að hægt yrði að taka hann í notkun skólaárið 1845-46. Á eftir vék hann
að því hver yrði gerður að rektor og taldi að valið stæði milli Helga og Péturs.
Um Sveinbjörn Egilsson segir hann hins vegar að hann óski eftir að verða for-
stöðumaður væntanlegs prestaskóla. Steingrímur biskup Jónsson skrifaði Jóni
Sigurðssyni 19. febrúar 1845 um veitingu rektorsembættisins og sagði af því til-
efni:
En svo kom loks með póstskipinu þann 22. október bréf frá directioninni til stiftsövrigheden,
dat. 21. sept., með ósk um betænkning, hvorn af þeim tveimur concurrentere, dómkirkjuprest
Thordersen og dr. P. Petersen, til rectoratet „den maatte ansee for mest skikket til bemt. post“.
I minni framsendu erklæringu lýsi eg þeim og yfirlæt directioninni valið, af því eg veit ekki
eiginlega þær skyldur, sem eftir ýmislegum nýjustu skólaprinciper á rector eiga hér að leggjast.
Báðir eru lærðir og stjómsamir, annar eldri, annar yngri. Bæði rectors og dómkirkjuprestsemb-
ættið útheimtir þá fullkomnustu menn, hvern helst þátt sem þeir taka í presta seminaríinu, eða
„det höjere dannelses institut", sem á að sameinast skólanum.37
Af bréfum bréfum Sveinbjamar Egilssonar má ætla að hann hafi verið næsta
óráðinn í því hvað gera skyldi eins og sjá mátti af bréfi hans til Jóns Sigurðsson-
ar. í bréfi til Bjarna Þorsteinssonar 27. september 1844 var hann enn sama sinnis:
Hvör staða mín verður við skólann að næsta ári, veit eg ekki, og ekki jafnvel, hvört eg verð eða
get verið við hann. Eg sæki ekki um neitt, og fæ þá heldur ekki neitt; en eg sæki um ekkert, af
því eg veit ekki um hvaða embætti er að sækja (því um rektorat hugsa eg ekki), það hefur ekki
verið gert uppskátt enn, og ekki hvað kenna skal eða hvörnig. Eg óttast helst, að eg geti ekki
lifað í Rvík, því ekki veitir mér af hérna.38
Hinn 1. nóvember sama ár skrifaði séra Árni Helgason Bjarna amtmanni Þor-
steinssyni og sagði tíðindi af væntanlegum embættisveitingum við skólann með
þessum orðum:
36 Bréf til Jóns Sigurðssonar I, 47.
37 Gömul Reykjavíkurbréf, 35.
38 Landsbókasafn íslands Árbók XVIII, 80).
69