Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Blaðsíða 72
Aðalgeir Kristjánsson
Skólaembættin voru óveitt. Stiftið á að velja milli sra P[éturs] og sra H[elga], en E[gilsens] er
ei getið, ekki heldur B[jarna] Johnsens í Aalborg, sem Directiónin skal helst vilja, eflaust af því
að hann hefir kennt í dönskum skóla. Sra H[elgi] hefir boðist til að reisa til Danmerkur og vera
þar 3 mánuði til að læra þá réttu metoðu, því mikið skal til mikils vinna.1''
Hinn 1. mars 1845 skrifaði Steingrímur biskup Jónsson háskólastjórninni þar
sem hann sendi umsókn frá dr. Pétri Péturssyni um Reykjavíkurbrauðið þegar
það losnaði, sem átti að gerast, þegar séra Helga Thordersen yrði veitt staða rekt-
ors við Lærða skólann.40
Séra Ami Helgason skrifaði Bjarna amtmanni Þorsteinssyni 5. mars 1845 og
vék enn að hinu sama og sagði þá:
Þú getur nú þegar finnur sra P[étur] gratulerað með rektoratið, því sra H[elgi] vill ei hafa það,
aðrir eru ekki tilnefndir, og þætti mér þó trúlegt, að bæði Scheving og Egilsen gætu verið eins
hæftr til þess, sem þar að auki eru inngengnir í afneitunarfélagið með meira parti af sínum læri-
sveinum, svo jafnvel í þeirri grein eru þeir ekki doktorsins eftirbátar, en þeir eru eldri.41
Árna Helgasyni var vel kunnugt um vínhneigð séra Péturs fyrr á árum. Hann
hafði beitt sér fyrir stofnun hófsemisfélags meðal Islendinga í Höfn og heima á
íslandi náði það verulegri útbreiðslu, t.a.m. í Bessastaðaskóla. Von bráðar kom á
daginn að fyrirhugaðar hamingjuóskir áttu ekki við.
Vigfús Erichsen kunni skil á því hvaða orsakir lágu til sinnaskipta séra Helga
Thordersen. Hann skrifaði Bjarna Þorsteinssyni 16. apríl 1845 um gang mála og
tilgreindi þá ástæðu að séra Helgi hefði tekið aftur umsókn sína aftur bæði vegna
eigin heilsu og konu sinnar.42
Finnur Magnússon skrifaði Bjarna Þorsteinssyni 9. apríl 1845 og tjáði honum
þau tíðindi að nýr umsækjandi væri í sjónmáli:
Nú heyríst hér sagt að prófastur Thordersen ekki sæki um Rectoratið. - Adjunct Bjarni Jóns-
son, frá Alaborg, sem nú ferðast utanlands til að æfa sig í málfræði, mun því verða einn hinn
næsti Candidatus.43
Þegar þetta var skrifað lá ekki fyrir umsókn frá Bjama. Hann sótti um emb-
ætti rektors eða yfirkennara 12. mars 1846 og setti upp að fá 1000 dali í laun ef
hann hlyti hið síðarnefnda. Hallgrímur Scheving hafði einnig sótt um að verða
yfirkennari 8. ágúst 1844.44
39 Biskupinn í Görðum, 218.
40 ÞÍ. Biskupsskjalasafn; Bps. CIII, nr. 32.
41 Biskupinn í Görðum, 221.
42 Lbs. 339 a, fol.
43 Lbs. 341 a, fol.
44 ÞÍ. íslenska stjómardeildin; ísd. J.10-1720.
70