Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Síða 73
Breytingar á skólamálum á Islandi áfyrri hluta 19. aldar
Næsti leikur í þessari flóknu refskák var að háskólastjómin skrifaði stiftsyfir-
völdunum bréf 3. maí 1845 og fól því að gera ráðstafanir til bráðabirgða um
skólahald á Bessastöðum og setja Sveinbjörn Egilsson rektor um stundarsakir.45
Stiftamtmaður svaraði 29. maí sama ár og tjáði háskólastjórninni að Sveinbjöm
hefði ekki einungis lýst sig fúsan að hljóta setningu heldur einnig að verða skip-
aður rektor þegar skólinn tæki til starfa í Reykjavík.46
Það var ekki á hverjum degi að kennaraembætti væru auglýst laus til umsókn-
ar á Islandi. Því varð uppi fótur og fit á Hafnarslóð þegar bæta átti við kennara
við Lærða skólann þegar hann fluttist til Reykjavíkur. Einnig sóttu sumir um
væntanlegt kennarastarf við prestaskólann ýmist til vara eða „principaliter“.
Nokkrir umsækjendanna hafa verið nefndir áður svo sem Bjami Jónsson,
Konráð Gíslason, Jón Sigurðsson. Auk þeirra sóttu Grímur Thomsen, Hannes
Árnason, Páll yngri Melsteð, Sigurður Melsteð, Helgi Sigurðsson, Jens Sigurðs-
son og Jón Sigurðsson yngri.
Bjarni Jónsson taldi sér til gildis að hafa lokið prófi sem sniðið væri að starfi
rektors eða yfirkennara. Grímur Thomsen taldi upp fimm tungumál sem hann
gæti kennt, sleppti samt latínu, en nefndi sögu í staðinn. Hannes Árnason hélt
fram náttúrufræðiþekkingu sinni ef náttúrufræði yrði gerð að kennslugrein.
Helgi Sigurðsson sótti einnig um að gerast kennari í náttúmfæði og teikningu við
Lærða skólann. Konráð Gíslason hélt fram þýskukunnáttu sinni og þekkingu í
íslenskum fræðum. Sem guðfræðingur sótti Sigurður Melsteð „principaliter“ um
kennarastöðu við Prestaskólann, en um Lærða skólann „in subsidium“ og nefndi
trúfræði, hebresku, sögu og landafræði sem kennslugreinar. Páll bróðir hans tí-
undaði sögu sem kennslugrein og lét fylgja vottorð frá Sveinbimi Egilssyni. Jón
Sigurðsson yngri sótti „alternativt“ um að verða kennari við Lærða skólann í
trúfræði og hebresku eða að öðrum kosti að verða kennari í guðfræði við Presta-
skólann. Jón Sigurðsson eldri, eins og hann var nefndur um þetta leyti, nefndi
fornmálin og þýsku ásamt sögu, landafræði og íslensku sem þær námsgreinar
sem hann hefði mest fengist við. Umsókn hans snerist að verulegu leyti um skól-
ann almennt og ekki síst fjárhagsstöðu hans.47
Sveinbjöm Egilsson sigldi til Hafnar síðsumars 1845 til að búa sig undir að
taka við stjórn Lærða skólans eftir að hann flyttist til Reykjavíkur. Hann dvaldist
í Höfn vetrarlangt og fékk veitingu fyrir rektorsembættinu 27. apríl frá 1. október
að reikna. Svo var sagt að hann legði meiri stund á handritarannsóknir en að
kynna sér skólamál á Hafnarslóð.
45 ÞÍ. Biskupsskjalasafn; Bps. C IV, 25 nr. 360.
46 ÞÍ. Skjalasafn stiftamtmanns; Bréfabók 1845 nr. 103.
47 ÞÍ. íslenska stjómardeildin; ísd. J. 10-1720.
71