Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Síða 74
Aðalgeir Kristjánsson
Hinn 30. maí 1846 var gefin út ný reglugerð um latínuskólann í Reykjavík.48
Hann skyldi vera sjö vetra skóli og skipt í fjóra bekki og kennslan miðuð við að
vera undirbúningur að háskólanámi við Hafnarháskóla. Fastir kennarar voru
Hallgrímur Scheving og Bjöm Gunnlaugsson. Konráð Gíslason var ráðinn að
skólanum 27. apríl 1846, en kom aldrei til skólans. Til þess lágu persónulegar
ástæður. Þegar hann kom úr lækningaferð frá Þýskalandi á aðfangadag 1844,
settist hann að hjá R E. Heboe í Klausturstræti 74 fyrri hluta árs 1845 þar sem
hann og Sigurður Melsteð bjuggu saman. Þar var og systir húsfreyju Ane Mat-
hilde Petersen 24 ára að aldri. Þau Konráð felldu hugi saman og ætluðu að ganga
í hjónaband þegar hún veiktist og dó 15. júní 1846. Konráð hafði fengið veitingu
fyrir kennarastarfi við Lærða skólann, en varð því afhuga eftir þetta áfall. Hann
skrifaði skólastjórnarráðinu 23. júlí 1846 og sótti um leyfi til að dveljast í Kaup-
mannahöfn fram á vor 1847. Völ væri á hæfum kennara til að gegna starfi hans
við Lærða skólann. Því var og haldið fram að þekking Konráðs myndi nýtast
betur með því að ráða hann að háskólanum.49
Helgi biskup Thordersen var staddur í Kaupmannahöfn í vígsluför þetta sum-
ar og daginn eftir skrifaði hann meðmæli með umsókn Konráðs, enda þótt hann
teldi varhugavert að veita umbeðið leyfi, en orðabókarstarfið væri mikilvægt og
ekki auðfundinn annar til að taka við því úr höndum Konráðs, en völ væri á hæf-
um manni til að kenna í hans stað. í Skólaskýrslu Reykjavíkur lærða skóla 1846-
47 er svo frá greint að
þar menn fengu vissa fregn um, að undirkennari Konráð Gíslason hafði fengið leyfi hjá skóla-
stjómarráðinu til að vera vetrarlangt í Kaupmannahöfn, settu þeir stiftamtmaður og biskup
cand. theol. Jens Sigurðsson sem undirkennara í stað Konráðs Gíslasonar.50
Jens Sigurðsson kenndi dönsku, þýsku og latneskan stíl auk hebresku við
Lærða skólann þennan vetur og var það upphafið að starfi hans við skólann.
Hann varð rektor á eftir Bjarna Jónssyni, en Bjami tók við af Sveinbimi Egils-
syni. Bjami og Jens vom ekki þeir einu úr röðum umsækjenda sem áttu eftir að
kenna við Lærða skólann. Páll yngri Melsteð varð þar síðar sögukennari, Sigurð-
ur bróðir hans hóf þar kennslustörf haustið 1846, en hvarf þaðan og gerðist kenn-
ari við Prestaskólann þegar hann tók til starfa haustið 1847. Hannes Árnason
varð náttúmfræðikennari Lærða skólans haustið 1848 og kenndi þar langa hríð.
Hann kenndi einnig heimspeki við Prestaskólann frá haustdögum 1848.
Steingrímur biskup Jónsson andaðist 14. júní 1845. Við fráfall hans þurfti að
48 Lovsamling for Island XIII. bindi, bls. 449-63.
49 Sjá Skagfirðingabók 1991, bls. 72-77.
50 Skólaskýrsla Lœrða skólans 1846-47, 3.
72