Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 75
Breytingar á skólamálum á Islandi áfyrri hluta 19. aldar
velja nýjan biskup. Menn væntu þess að stiftsprófasturinn, séra Árni Helgason,
myndi verða eftirmaður hans á biskupsstóli, en hann gaf engan kost á því. Séra
Pétur Pétursson sótti um biskupsembættið ásamt séra Helga Thordersen, en beið
lægra hlut. Séra Helgi var settur í embættið 25. september 1845. Þremur dögum
síðar skrifaði Brynjólfur Pétursson Jóni bróður sínum fréttimar og sagði þá:
Eg varð að skrifa Pétri þau tíðindi, sem honum hafa líldega ekki fallið betur en mér, að hann
náði ekki í biskupsembættið í þetta skiptið. Bardenfleth úthlutaði það séra Helga, og held eg
varla hann hafi þar unnið landinu þarfaverk. Hefir þessi kosning orðið bráðráðin, því menn
bjuggust varla við að biskup yrði nefndur fyrr en í vor, en nú var hann settur 25. þessa mánað-
ar.5'
Brynjólfur gerði því skóna í bréfinu að Pétur fengi Reykjavíkurbrauðið, en
það átti ekki fyrir honum að liggja. Pétur skrifaði Finni Magnússyni 15. febrúar
1845 að hann hefði sótt um Reykjavík þegar hann sá sitt óvænna að hljóta emb-
ætti rektors.52 Á Hafnarslóð voru menn þess fullvissir að honum yrði veitt kallið.
Aðrir umsækjendur vora prestarnir Ásmundur Jónsson og Olafur Pálsson og gert
var ráð fyrir einum í viðbót samkvæmt bréfi séra Árna Helgasonar til Bjarna Þor-
steinssonar 25. febrúar 1846.53
Brynjólfur Pétursson ætlaði að vitnisburður frá séra Áma hefði gert sitt til að
Pétur varð að lúta í lægra haldi fyrir séra Ásmundi Jónssyni í keppninni um
Reykjavík, en ummæli Árna í bréfi til Bjarna Þorsteinssonar 22. maí 1846 benda
ekki til þess, þar sem hann talar um að séra Pétur hafi orðið hart úti. Margir í
Reykjavík séu óánægðir með nýja prestinn og kenni sér um að ástæðulausu. Þeir
skuli eiga það við C. E. Bardenfleth fyrrverandi stiftamtmann.54
Séra Ásmundi Jónssyni var veitt embætti dómkirkjuprests 29. apríl 1846.
Brynjólfur Pétursson skrifaði Jóni bróður sínum þessi tíðindi 12. maí 1846 og
lýsti yfir undrun sinni yfir því hvernig farið var með séra Pétur og bætti því við
að allir íslendingar í Höfn væru „ógnarlega indigneraðir“ og hefðu fyllstu samúð
með honum. Síðan hélt hann áfram og sagði:
Eg vil ekkert minnast á, hvað eg ætla að reyna til að gjöra, til þess hann fái nokkra uppbót þessa
óréttlætis, sem eg skil ekkert í, hvornig undir er komið. Það mun líklega mest að kenna bisk-
upsvitnisburðum séra Árna, en Bardenfleth og Hoppe hafa verið búnir að sverta séra Pétur hér
áður, svo ekki hefur þurft annað en gífurlega meðmæling með séra Asmundi, og ef til vill ein-
hverja lygi upp á séra Pétur. Get eg ekki trúað öðru en Bardenfleth iðrist nú eftir rógi sínum,
sem hann sagði mér hann væri búinn að afmá aftur.55
51 Brynjólfur Pétursson Bréf, bls. 85.
52 Rigsarkivet. RA. Privatarkiv nr. 5943.
53 Biskupinn í Görðum, bls. 231.
54 Sama rit, bls. 233.
55 Brynjólfur Pétursson Bréf, bls. 92.
73