Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Side 76

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Side 76
Aðalgeir Kristjánsson Þorvaldur Thoroddsen segir í ævisögu Péturs biskups að Helgi Thordersen biskup hafi hvatt hann til að sækja um embætti forstöðumanns prestaskólans og Pétur farið að orðum hans.56 Prestakólinn var stofnaður með konungsúrskurði 21. maí 1847. Daginn eftir skrifaði háskólastjómin stiftsyfirvöldum og greindi þeim frá stofnun hans og að dr. theol. Pétur Pétursson hefði verið skipaður „Lektor Theol.“ og forstöðumaður sama dag.571 úrskurði konungs var svo fyrir mælt að það skyldi rísa upp tveggja vetra skóli sem yrði undir sama þaki og Lærði skólinn og lyti stiftsyfirvöldum eins og hann. Þá var stiftsyfirvöldum falið að greina dr. Pétri frá þessari niðurstöðu og óska eftir að hann kæmi við fyrsta tækifæri til Reykjavíkur til að undirbúa starfsemi hins væntanlega skóla.58 Hann óskaði eftir að ráða Sigurð Melsteð að skólanum og við því var orðið. Hinn 2. september 1847 var Prestaskólinn vígður. Það var Helgi Thordersen biskup sem framkvæmdi vígsluathöfnina. Prestaskólinn var tveggja vetra skóli. Með honum hófst kennsla á háskólastigi á íslandi. Dr. Pétur Pétursson gegndi starfi forstöðumanns í tvo áratugi, en þá var hann valinn til biskups við fráfall Helga G. Thordersens. Dr. Pétur mótaði skólann og var far- sæll skólamaður. Sambýlið við Lærða skólann gekk furðu vel, en að sjálfsögðu var skólanum þröngur stakkur skorinn meðan svo hagaði til. Engu að síður fóru allmargir stúdentar eftir sem áður til Hafnar til að lesa þar guðfræði og langur tími leið uns frekari kennsla á háskólastigi hófst hér á landi þrátt fyrir að íslend- ingar gerðu ítrekaðar tilraunir að stofna til kennslu í lög- og læknisfræði. Islendingar vildu einnig bæta almenna menntun þjóðarinnar og ýmsar hug- myndir höfðu verið settar fram í því augnamiði, en þeim varð skammra lífdaga auðið. Þegar Jón Sigurðsson fór heim til Islands til að taka sæti á hinu endurreista alþingi sumarið 1845 hafði hann meðferðis bænarskrá frá stúdentum og kandi- dötum í Kaupmannahöfn, þar sem óskað var eftir við stjómvöld að stofnaður yrði þjóðskóli á Islandi, þar sem öll kennsla yrði af þjóðlegri rót og miðaði að aukinni þekkingu í bóklegum og verklegum efnum þeim til handa sem ekki hygðust ganga menntaveginn. Þessi bænarskrá náði ekki tilætluðum árangri því að Bardenfleth stiftamtmmaður lagðist gegn henni og taldi að hér væm verið að fara fram á að stofna háskóla, en til þess væru engin efni. Laust fyrir miðja öldina skaut þeirri hugmynd upp að endurreisa Hólaskóla og Eyfirðingar sömdu bænarskrá þess efnis að stofna annan latínuskóla í landinu og jafnvel háskóla.59 56 Þorvaldur Thoroddsen Æfisaga Pjeturs Pjeturssonar, bls. 69-70. 57 Lovsamling for Island XIII. bindi, bls. 702-24. 58 Sama rit, bls. 723-24. 59 Sigurður Guðmundsson. Norðlenzki skólinn, bls. 90. 74
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.