Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Síða 77
Breytingar á skólamálum á íslandi áfyrri hluta 19. aldar
Um svipað leyti skaut upp hugmyndum um stofnun skóla sem tengdust at-
vinnulífinu. Jón Sigurðsson skrifaði grein um bændaskóla á íslandi í Ný félagsrit
1849. Ungir menn fóru til Danmerkur til að nema jarðyrkju og Jón Espólín Há-
konarson sagði ungum mönnum til í búfræði á Frostastöðum í Skagafirði vetur-
inn 1851-52. Vestlendingar ræddu hugmyndir um sjómannaskóla, alþýðu- og
bændaskóla á Kollabúðarfundum um miðja öldina.60 Áþekkar hugmyndir skutu
víðar upp kollinum á síðasta áratugnum fyrir miðja öldina, t.a.m. í bréfum Sig-
urðar Guðnasonar á Ljósavatni til Jóns Sigurðssonar.61
Sigurður Gunnarsson prestur á Desjarmýri og síðar á Hallormsstað gerði at-
hyglisverðar tilraunir til alþýðufræðslu á Austurlandi. Hann hafði brennandi
áhuga á viðfangsefninu eins og sjá má af bréfi hans til Páls Melsteðs sagnfræð-
ings 8. nóvember 1846, en þar kemst hann svo að orði:
Eg vildi hag mínum væri svo komið að eg mætti alltaf kenna og ekkert annað stunda. Ef hér-
aðs- eða fjórðungsskóli væri kominn á Austurlandi skyldi eg sækja um að kenna í honum [...]
vildi eg að Hallormsstaður væri lagður til að halda þar dálítinn skóla og hefir hann nógar rekjur
af fasteign og heimajörðinni til að borga að minnsta kosti einum kennara, eg meina ef kirkju-
jarðirnar væru lagðar til skólans/'2
Sigurður Gunnarsson skrifaði Gísla Brynjúlfssyni 18. ágúst 1850 um hvernig
honum tókst til með að gera hugmyndina að veruleika. Frásögn hans var á þessa
leið:
Eitt sinn kom hér mikið uppþot að mönnum að koma upp alþýðuskóla, en það var bráðast fyrst,
dró líka úr mönnum, að þeir sem líklegastir voru til forgöngu, ýttu af sér og voru í anda móti
fyrirtækinu [...] Til að reyna þó, hvörsu vel bændur mundi leita héraðsskólans, lét eg ganga
boðsbréf í fyrravetur og bauð mönnum að halda dálítinn skóla í vetur hjá mér, taka 12 -14 pilta
og kenna þeim það, sem þeir óskuðu, ef eg kynni; setti eg meðgjöfina svo lága, sem eg gat og
svo að eg á ekki kost á að standast hana, nema eg taki marga. En nú hafa jafnvel færri en áður
til mín leitað, svo sem 5 eða 6.63
Sigurður Gunnarsson var ekki eini presturinn á Austurlandi sem áleit að
„skólavísir“ þyrfti að vera þar til að „smeygja inn drengjum til undirbúnings
Reykjavíkur skóla [...] eg vil nú ekki tala um, ef hann ætti að vera fjölhæfari, svo
sem til nauðsynlegrar almúga menntunar í ýmsu“, skrifaði séra Hallgrímur Jóns-
son í Hólmum Jóni Sigurðssyni 13. janúar 1848.64
60 Lúðvfk Kristjánsson. Vestlendingar II/2, bls. 286.
61 Bréf til Jóns Sigurðssonar I, bls. 120-21.
62 Konungsbókhlaða. Nks. utilg. 134.
63 Konungsbókhlaða. Nks. 3262, 4to.
64 ÞÍ. Einkaskjöl; E. 10, 5.
75