Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 82
Sigurður Sigurðarson
ert virðist varða um hvað tíðkast hefur og þótt sómasamlegt í kirkjulegu starfi.
Guðfræðingamir og söfnuðirnir þurfa að takast sameiginlega á við að gera ljósari
þann arf sem við eigum sem kirkja og hvaða hlutverki þessi kirkja hefur viljað
gegna með Islenskri þjóð og enn vill gegna. Það blasir raunar við ef að er gáð að
flest viðfangsefni í kirkjulegu starfi eru ekki alveg ný af nálinni og að álitamálin
og flestur vandi hefur komið upp áður. Ég er ekki með þessu að boða einhverja
hefðarhyggju eða traditionalisma því að ég er líka sammála guðfræðingnum sem
sagði að hefðin.traditionin, væri lifandi trú framliðins fólk en hefðarhyggjan,
traditionalisminn, dauð trú lifandi manna. Við þurfum í allri guðfræðilegri iðkun
og kirkjulegu starfi að muna að við erum að þessu öllu vegna þess að Guð hefur
að fyrra bragði vitjað manna. Hann hefur vitjað manna til þess að frelsa þá undan
valdi syndar og dauða þannig að þess gæti í lífi þeirra hér og nú að þeir eru stadd-
ir á göngu kirkjunnar til eilífs lífs og til móts við hið góða, fagra og fullkomna.
Það er barátta í rangsnúnum efnishyggjuheimi að lifa undir þessum formerkjum,
en sú barátta er ekki að byrja. Þjáningafull var ganga þjóðarinnar til fyrirheitna
landsins. Þjáningafull hefur barátta kirkjunnar ávallt verið en einnig ávallt merkt
sigrinum sem sjálfur Drottinn leggur okkur til. Það er líka þjáningafullt að iðka
guðfræði.
Fyrir löngu var mér sögð saga af íslenskum presti sem á gamals aldri sagðist
hafa misst trúna í prestaskólanum en endurheimt hana í prestskapnum. Sem ung-
um manni fannst mér þetta einfaldlega slæmur vitnisburður um prestaskólann,
en með lífsreynslunni hefur viðhorf mitt til þessarar sögu tekið nokkrum breyt-
ingum. Þetta er nú í mínum huga átakasaga. Saga um guðfræðing sem varð að
berjast við efann og við að finna stað hinum trúarlegu sannindum í samtíð sinni.
Það er aðeins fyrir slíka baráttu sem okkur gefast guðfræðingar sem eitthvað
liggur á hjarta og eiga þess vegna erindi við samtíð sína. Nýlega sá ég bókartitil
á netinu en hann er svona. “Fit bodies and fat minds”. Bókin snýst um að gagn-
rýna ákveðna tegund guðfræðinga, þetta hraustlega fólk sem hefur allt á hreinu,
veit jafnvel hvað Guð gefur okkur að borða í himnaríki. Okkur vantar ekki fleiri
slíka guðfræðinga heldur hina, sem alltaf liggur eitthvað á hjarta vegna þess að
Guð hefur sjálfur vitjað manna, og stundum er sagt um að þeir geti ekki verið til
friðs. Hin sívakandi vitund um að það er sjálfur Guð sem hefur vitjað okkar að
fyrra bragði, að það er hann sem sameinar söfnuð sinn og að það er hann sem
kallar til þjónustunnar er grundvöllur sameiginlegrar kristinnar sjálfsvitundar
leikra og lærðra. Við getum ekki verið án þess tækis sem guðfræðin er til þess að
gera fólki þetta skiljanlegt.
80